Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag
Samsett mynd af villtu dýralífi Snæfellsness

Auglýst eftir líffræðingi til náttúrurannsókna

Náttúrustofa Vesturlands (www.nsv.is) auglýsir eftir líffræðingi til að rannsaka lífríki Vesturlands. Starfið felur einkum í sér rannsóknir á fuglum og spendýrum á vettvangi og á rannsóknastofu, ásamt úrvinnslu gagna og skýrslu- og greinaskrifum á skrifstofu.

Um er að ræða 100% stöðu náttúrufræðings/sérfræðings og mun starfsmaðurinn vinna náið með öðru starfsfólki Náttúrustofunnar í þeim verkefnum sem stofan sinnir.

Starfið er spennandi, krefjandi og mjög fjölbreytt. Náttúrustofa Vesturlands er staðsett í Stykkishólmi og mun skrifstofu- og rannsóknastofuvinna fara fram þar. Vettvangsvinna fer hins vegar fram á öllu Vesturlandi.

Aðkoma almennings að sjófuglarannsóknum

Komutíma ritu (Rissa tridactyla) í vörp við upphaf varptíma seinkaði um 2,6 daga að meðaltali og brottför að varpi loknu um 1,2 daga fyrir hverja breiddargráðu sem farið var í norðurátt eftir N-Atlantshafi. 

Náttúrustofan á Líffræðiráðstefnunni 2023

Náttúrustofa Vesturlands átti 8 framlög á nýliðinni Líffræðiráðstefnu, sem haldin var í Öskju og Íslenskri erfðagreiningu dagana 12.-14. október. Ráðstefnan er stærsta samkoma líffræðinga…

Gróðurvöktun 2023

Náttúrustofan tók þátt í vöktun gróðurs á Íslandi í fyrsta sinn sumarið 2023. Heimsótt voru fimm gróðursnið á Íslandi sem síðast voru mæld af Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir um áratug. Sniðin voru af tveim mismunandi vistgerðum…

Náttúrustofa Vesturlands

Helstu verkefni

Náttúrustofa Vesturlands stundar vísindalegar rannsóknir á náttúrunni með áherslu á framandi og ágengar tegundir og vistfræði fugla og spendýra. Einnig tekur Náttúrustofan þátt í verkefnum sem snúa að náttúruvernd, umhverfismálum og fræðslu til almennings. Náttúrustofan á í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda fagaðila.

Rannsóknir og vöktun

Umhverfismál og þjónustuverkefni

Ritaskrá Náttúrustofu Vesturlands

Lógó Náttúrustofu Suðvesturlands
Lógó Náttúrustofu Suðurlands
Lógó Náttúrustofu Suðausturlands
Lógó Náttúrustofu Austurlands
Lógó Náttúrustofu Norðausturlands
Lógó Náttúrustofu Norðvesturlands
Lógó Náttúrustofu Vestfjarða
lógó náttúrufræðistofnunar Íslands

Ljósmyndir: Starfsfólk Náttúrustofunnar nema haförn, vaðfuglar á flugi, refur, selir, þúfutittlingar í lúpínubreiðu, háhyrningur og minkur á ís (©Daníel Bergmann).