Náttúrustofa Vesturlands (NSV) – West Iceland Nature Research Center

  • Miðlun
    • Fréttir
    • Skýrslur og greinargerðir
    • Ritaskrá
    • Umhverfishópur
    • Fróðleikur
    • Tenglar
  • Verkefni
    • Almennt
    • Grunnrannsóknir
    • Þjónustuverkefni
  • Náttúrustofan
    • Lög
    • Reglugerðir
    • Hlutverk
    • Náttúrustofur
    • Um NSV
    • Stjórn NSV
    • Starfsfólk
  • Starfsfólk
7
jan

Metfjöldi fugla í vetrarfuglatalningu NSV

7. janúar 2009

Met var sett í fjölda fugla og tegunda í nýlokinni talningu Náttúrustofu Vesturlands (NSV) á vetrarfuglum sem fram fer árlega.

Fuglalíf er líflegt við Breiðafjörð í vetur eins og síðasta vetur, try líklega ekki síst vegna mikillar síldargöngu undanfarna mánuði. Nýlokið er árlegri talningu fugla sem hafa vetursetu hér á landi. Náttúrufræðistofnun Íslands stendur fyrir talningunni sem framkvæmd er árlega á um 150 svæðum víða um land. Starfsmaður NSV hefur talið svæði við Kolgrafafjörð og Hraunsfjörð á norðanverðu Snæfellsnesi í janúarbyrjun frá árinu 2001 og var þetta ár engin undantekning. Að þessu sinni var talningin framkvæmd af þeim Róbert A. Stefánssyni, starfsmanni NSV og Daníel Bergmann, náttúruljósmyndara.

Niðurstöður talningar nú í janúar skera sig úr hvað varðar heildarfjölda fugla, sem var 5.714 nú, samanborið við fyrra met frá janúar 2008, 3.554 fuglar, og meðalfjölda áranna 2001-2008, 1.953 fuglar. Auk þess var fyrra met um fjölda tegunda (21) slegið þar sem nú sáust fuglar af 25 tegundum. Mikil fjölgun kom fram hjá allnokkrum tegundum (allir máfar, fýll, dílaskarfur, toppönd og teista). Máfar voru mun fjölliðaðri en nokkru sinni síðan talningar hófust, þar með talið mun fleiri en metárið 2008. Hvítmáfar voru nú 10 sinnum fleiri en í janúar 2008, bjartmáfar ríflega 6 sinnum fleiri og svartbakar tvöfalt fleiri. Þá voru toppendur, dílaskarfar og teistur mun fleiri nú en áður. Æðarfuglar hafa aðeins einu sinni áður verið fleiri (jan 2008). Tegundir sem nú sáust í fyrsta sinn voru fýll, gulönd, stormmáfur og silfurmáfur.

Líkleg skýring á þessum mikla fuglafjölda eru síldargöngur síðustu mánaða. Heil eða hálfétin síld lá eins og hráviði í fjörum og jafnvel uppi í móa og túnum og bar eins og fjöldi fugla miklu fæðuframboði glöggt vitni.

Sjá má niðurstöður vetrarfuglatalninga á landsvísu á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands
http://www.ni.is/dyralif/fuglar/vetrarfuglar/

Tafla: Fjöldi fugla af hverri tegund á talningarsvæði Náttúrustofu Vesturlands í janúar 2009 samanborið við fyrri ár:

2001-2008
Tegund
2009
Meðaltal
Lágmark
Hámark
Lómur 0 0 0 3
Himbrimi 0 1 0 2
Fýll 177 0 0 0
Dílaskarfur 179 11 2 25
Toppskarfur 11 8 2 21
Ógr. skarfur 0 3 0 11
Álft 0 0 0 2
Stokkönd 84 113 42 196
Rauðhöfðaönd 9 4 0 18
Hávella 43 60 21 111
Æðarfugl 1.696 1.172 744 1.805
Gulönd 7 0 0 0
Toppönd 170 40 14 118
Ógr. önd 0 0 0 2
Haförn 0 1 0 3
Fálki 2 0 0 1
Smyrill 0 0 0 1
Rjúpa 0 1 0 4
Tjaldur 128 258 0 498
Stelkur 0 3 0 10
Tildra 14 2 0 8
Sendlingur 35 125 0 407
Ógr. vaðfugl 0 0 0 2
Stormmáfur 1 0 0 0
Silfurmáfur 1 0 0 0
Svartbakur 689 56 2 349
Hvítmáfur 1.963 50 13 198
Bjartmáfur 356 9 1 54
Hettumáfur 74 0 0 1
Rita 17 1 0 4
Haftyrðill 0 0 0 2
Teista 38 6 0 23
Ógr. svartfugl 0 1 0 11
Snjótittlingur 1 20 0 60
Hrafn 18 10 3 31
Æðarkóngur 1 0 0 1
Norðmáfur 1 0 0 0
Fjöldi fugla 5.714 1.953 1.007 3.554
Fjöldi tegunda 24 18 14 21

tafla

Graf: Fjöldi fugla og fuglategunda í talningum Náttúrustofu Vesturlands við Kolgrafafjörð og norðanverðan Hraunsfjörð í janúar ár hvert frá 2001-2009.

Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is

www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar

Allur réttur áskilinn 2015 - Anok margmiðlun ehf
  • /Miðlun
    • /Fréttir
    • /Skýrslur og greinargerðir
    • /Ritaskrá
    • /Umhverfishópur
    • /Fróðleikur
    • /Tenglar
  • /Verkefni
    • /Almennt
    • /Grunnrannsóknir
    • /Þjónustuverkefni
  • /Náttúrustofan
    • /Lög
    • /Reglugerðir
    • /Hlutverk
    • /Náttúrustofur
    • /Um NSV
    • /Stjórn NSV
    • /Starfsfólk
  • /Starfsfólk