Minkarannsóknir hafa um alllangt skeið verið kjölfestuverkefni Náttúrustofu Vesturlands. Rannsóknirnar hafa snúið að flestu því sem við kemur líffræði og stofnhegðun minks, here s.s. atferli, landnotkun, stofnstærð, frjósemi, aldursdreifingu og líkamsástandi.
Rannveig Magnúsdóttir er þriðji doktorsneminn sem hefur störf á Náttúrustofunni. Hún hyggst einbeita sér að fæðuvistfræði minksins í doktorsverkefni sínu við Háskóla Íslands en verkefnið er samvinnuverkefni HÍ (aðalleiðbeinandi Páll Hersteinsson), Náttúrustofu Vesturlands og Oxford háskóla (sjáhttp://www.wildcru.org/). Í verkefninu notast hún við efnivið sem Náttúrustofan hefur aflað á undanförnum árum. Hafinn er fyrsti hluti verkefnisins, sem snýst um að skoða fæðuval minks á Snæfellsnesi frá aldamótum og mögulegar breytingar sem gætu hafa orðið á því samfara breytingum sem virðast hafa orðið í lífríki sjávar á tímabilinu og endurspeglast m.a. í slökum varpárangri sjófugla síðustu ár.
Fyrir er unnið að tveim öðrum doktorsverkefnum við Náttúrustofuna. Annað þeirra fjallar um landnotkun og mökunarkerfi minksins en hitt um stofngerð minks.
Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur, við greiningar á magainnihaldi minka á rannsóknastofu Náttúrustofunnar.
Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is
www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar