Náttúrustofa Vesturlands (NSV) – West Iceland Nature Research Center

  • Miðlun
    • Fréttir
    • Skýrslur og greinargerðir
    • Ritaskrá
    • Umhverfishópur
    • Fróðleikur
    • Tenglar
  • Verkefni
    • Almennt
    • Grunnrannsóknir
    • Þjónustuverkefni
  • Náttúrustofan
    • Lög
    • Reglugerðir
    • Hlutverk
    • Náttúrustofur
    • Um NSV
    • Stjórn NSV
    • Starfsfólk
  • Starfsfólk
23
jún

Örn endurheimtist í Skessuhorninu

Örn á sveimi

Smellið á myndina til að skoða hana betur.

Starfsmaður Náttúrustofu Vesturlands rakst á ljósmynd af erni í síðasta tölublaði Skessuhorns. Myndina hafði Stefán I. Guðmundsson, sovaldi ljósmyndari Skessuhorns í Ólafsvík, shop tekið við Hraunsfjörð á Snæfellsnesi. Við nánari skoðun upprunalegu myndarinnar og leit í gagnagrunni Náttúrufræðistofnunar Íslands var staðfest að þarna var um að ræða ársgamlan örn sem merktur var sem ungi við norðanverðan Breiðafjörð sumarið 2008.

Fuglamerkingar hafa verið stundaðar í meira en 100 ár og hafa endurheimtur merktra fugla skilað miklum upplýsingum um lífshætti og ferðir þeirra. Fram til 2003 voru íslenskir ernir merktir með málmlituðum merkjum sem aðeins var hægt að lesa af ef örninn náðist á ný. Árið 2004 hófust merkingar hins vegar með litmerkjum. Á hægri fæti er rautt og blátt merki, sem er litasamsetning íslenskra fugla, en á vinstri fæti er sérstakur litur fyrir hvert ár. Á báðum merkjunum er svo talnaröð sem segir til um einstaklinginn. Þessi merki hafa skilað margfalt fleiri álestrum en fyrri merki. Þau eru þegar farin að gefa mikilvægar upplýsingar um ferðir arna og eiga eftir að skila enn meiri upplýsingum þegar frá líður. Eitt af því sem skilað hefur álestrum er að fleiri og fleiri eiga góðar myndavélar og/eða hafa lagt sig fram um að ljósmynda fugla.

Náttúrustofan hvetur alla þá sem ná ljósmyndum af örnum til að senda myndirnar til frekari skoðunar á Náttúrustofu Vesturlands (robert@nsv.is) eða Náttúrufræðistofnun Íslands (kristinn@ni.is). Einnig ber að tilkynna Náttúrufræðistofnun um öll hræ ránfugla, t.d. arna.

Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is

www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar

Þessi vefur notar vafrakökur! Vafrakökur
Allur réttur áskilinn 2015 - Anok margmiðlun ehf
  • /Miðlun
    • /Fréttir
    • /Skýrslur og greinargerðir
    • /Ritaskrá
    • /Umhverfishópur
    • /Fróðleikur
    • /Tenglar
  • /Verkefni
    • /Almennt
    • /Grunnrannsóknir
    • /Þjónustuverkefni
  • /Náttúrustofan
    • /Lög
    • /Reglugerðir
    • /Hlutverk
    • /Náttúrustofur
    • /Um NSV
    • /Stjórn NSV
    • /Starfsfólk
  • /Starfsfólk