jún
Í frétt hér að neðan (frá 16. júní) var sagt frá því þegar ársgamall grútarblautur örn var handsamaður á Snæfellsnesi. Undanfarna daga hefur hann dvalið í Húsdýragarðinum þar sem hann var þveginn, seek losaður við grútinn og gefið að éta en hann hreifst helst af niðurskornum nautahjörtum.
Í dag var erninum sleppt í Helgafellssveit. Hann var kraftmikill að sjá og tók flugið um leið og tækifæri gafst. Hann sveimaði í nokkurn tíma um svæðið áður en hann settist um stund 1-2 km frá sleppingarstað. Björgunin virðist hafa borið góðan árangur.
Arnarvarp gekk ágætlega í vor samanborið við undanfarin ár. Samtals fundust hreiður 44 arnarpara en heildarfjöldi para í stofninum er um 65. Á næstu dögum munu starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands fljúga yfir varpsvæði arna og kanna hverjir þeirra hafi komið upp ungum. Síðustu ár hafa oftast 23-25 pör komið 1-2 ungum á legg, þar af um þriðjungur 2 ungum.
Hér er stutt myndband af sleppingunni í dag. Því miður bar sleppinguna brátt að svo myndatökukonan hafði ekki tekið sér stöðu þegar örninn ruddist út úr búrinu.
Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is
www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar