Náttúrustofa Vesturlands (NSV) – West Iceland Nature Research Center

  • Miðlun
    • Fréttir
    • Skýrslur og greinargerðir
    • Ritaskrá
    • Umhverfishópur
    • Fróðleikur
    • Tenglar
  • Verkefni
    • Almennt
    • Grunnrannsóknir
    • Þjónustuverkefni
  • Náttúrustofan
    • Lög
    • Reglugerðir
    • Hlutverk
    • Náttúrustofur
    • Um NSV
    • Stjórn NSV
    • Starfsfólk
  • Starfsfólk
2
júl

Vísindamenn framtíðar aðstoðuðu við rjúpnatalningu

Í maímánuði ár hvert tekur starfsfólk Náttúrustofu Vesturlands þátt í vöktun rjúpnastofnsins með því að aðstoða starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands við talningu rjúpna á athugunarsvæði á Mýrum og telja sjálft á öðru svæði við sunnanverðan Hvammsfjörð. Að þessu sinni voru talningamenn við Hvammsfjörð fjórir; forstöðumenn Náttúrustofu Vesturlands og Háskólaseturs Snæfellsness annars vegar og hins vegar tveir ungir og efnilegir aðstoðarmenn úr Stykkishólmi, Einar Jóhann Lárusson og Aron Alexander Þorvarðarson, sem um þessar mundir eru að ljúka við 8. bekk í Grunnskólanum í Stykkishólmi.

Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi K. Nielsen, sérfræðingi Náttúrufræðistofnunar Íslands er rjúpnastofninn víðast hvar um landið kominn í uppsveiflu en fjöldi rjúpna var hins vegar enn í lágmarki á talningarsvæðinu við Dunk og nærri meðallagi á talningarreit á Mýrum. Aðrar talningar starfsmanna Náttúrufræðistofnunar á Mýrum bentu hins vegar til fjölgunar.

Vöktun rjúpnastofnsins er í umsjón Náttúrufræðistofnunar Íslands(http://www.ni.is/dyralif/fuglar/Voktunrjupnastofnsins/).

Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is

www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar

Þessi vefur notar vafrakökur! Vafrakökur
Allur réttur áskilinn 2015 - Anok margmiðlun ehf
  • /Miðlun
    • /Fréttir
    • /Skýrslur og greinargerðir
    • /Ritaskrá
    • /Umhverfishópur
    • /Fróðleikur
    • /Tenglar
  • /Verkefni
    • /Almennt
    • /Grunnrannsóknir
    • /Þjónustuverkefni
  • /Náttúrustofan
    • /Lög
    • /Reglugerðir
    • /Hlutverk
    • /Náttúrustofur
    • /Um NSV
    • /Stjórn NSV
    • /Starfsfólk
  • /Starfsfólk