Náttúrustofa Vesturlands (NSV) – West Iceland Nature Research Center

  • Miðlun
    • Fréttir
    • Skýrslur og greinargerðir
    • Ritaskrá
    • Umhverfishópur
    • Fróðleikur
    • Tenglar
  • Verkefni
    • Almennt
    • Grunnrannsóknir
    • Þjónustuverkefni
  • Náttúrustofan
    • Lög
    • Reglugerðir
    • Hlutverk
    • Náttúrustofur
    • Um NSV
    • Stjórn NSV
    • Starfsfólk
  • Starfsfólk
1
okt

Laskaður örn undir læknishendur

Brynjar Hildibrandsson í Bjarnarhöfn hafði samband við Náttúrustofuna í gær og tilkynnti um örn sem talinn væri laskaður á væng. Heimafólkið hafði handsamað fuglinn, there sett í hús og gefið að éta. Örninn er fimm ára gamall kvenfugl, sem merktur var sem ungi á Mýrum sumarið 2004.

Náttúrustofan sótti örninn, sem fluttur var til aðhlynningar á Dýraspítalann í Víðidal og síðan í Húsdýragarðinn í Reykjavík, þar sem hann verður í umsjá starfsmanna og Kristins Hauks Skarphéðinssonar, arnarsérfræðings Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Skoðun dýralæknis leiddi í ljós vökvafylltan hnúð við axlarlið. Hann var tæmdur og svæðið sótthreinsað. Í kjölfarið fer örninn á nokkurra daga sýklalyfjakúr. Holdafar össunnar er fremur bágborið og verður þess vegna lögð áhersla á að fá hana til að nærast vel. A.m.k. fyrst um sinn verður fuglinn ekki til sýnis í garðinum.


Smellið á myndirnar til að stækka þær.
Ljósmyndir: Róbert A. Stefánsson.

Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is

www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar

Þessi vefur notar vafrakökur! Vafrakökur
Allur réttur áskilinn 2015 - Anok margmiðlun ehf
  • /Miðlun
    • /Fréttir
    • /Skýrslur og greinargerðir
    • /Ritaskrá
    • /Umhverfishópur
    • /Fróðleikur
    • /Tenglar
  • /Verkefni
    • /Almennt
    • /Grunnrannsóknir
    • /Þjónustuverkefni
  • /Náttúrustofan
    • /Lög
    • /Reglugerðir
    • /Hlutverk
    • /Náttúrustofur
    • /Um NSV
    • /Stjórn NSV
    • /Starfsfólk
  • /Starfsfólk