Náttúrustofa Vesturlands hefur fengið helstu sérfræðinga landsins um landgræðslu og ágengar plöntur til liðs við sig í samstarfsverkefni sínu við Stykkishólmsbæ um aðgerðir gegn ágengum plöntum í bæjarlandinu.
Þann 20. maí síðastliðinn stóð Náttúrustofan fyrir sérfræðingafundi í Stykkishólmi þar sem 7 sérfræðingar frá Náttúrufræðistofnun Íslands, seek Landgræðslu ríkisins, decease Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands vörðu einum degi til að skoða aðstæður og veita ráðgjöf.
Allar þessar stofnanir munu leggja verkefninu lið með áframhaldandi ráðgjöf en einnig munu Landgræðslan og Landbúnaðarháskólinn taka þátt í að mæla árangur mismunandi aðferða, see Náttúrufræðistofnun mun leggja til greiningu á loftmyndum og Háskólinn mun standa fyrir rannsóknum á félagslegum þáttum.
Verkefnið hefur vakið mikinn áhuga sérfræðinga og annarra aðila sem tengjast málefninu um allt land. Á fundinum lögðu sérfræðingarnir áherslu á ánægju sína með þetta einstæða framtak Stykkishólmsbæjar og að verkefnið væri mikilvægt frumherjaverkefni sem horft yrði til við ákvarðanatöku um aðgerðir gegn viðkomandi tegundum á landsvísu. Þeir vildu einnig árétta að um langtímaverkefni og því þolinmæðisverk væri að ræða
Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.
Ásrún Elmarsdóttir, Borgþór Magnússon, Kristín Svavarsdóttir,
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Sigurður H. Magnússon og
Menja von Schmalensee koma frá stærstu lúpínubreiðu bæjarins.
Menja von Schmalensee, Borgþór Magnússon, Ásrún Elmarsdóttir
og Magnús Jóhannsson virða fyrir sér spánarkerfil að vori.
Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is
www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar