júl
Aðgerðir gegn ágengum plöntum í Stykkishólmi ganga ágætlega og er lúpínuslætti að ljúka. Fyrstu yfirferð á skógarkerfil og spánarkerfil er lokið nema í örfáum tilfellum þar sem ekki fékkst leyfi til að fara inn í garða. Sömuleiðis vantar enn leyfi nokkurra garðeigenda til að fjarlægja
bjarnarkló og lúpínu.
Að kvöldi 21. júní síðastliðinn komu íbúar við Ytri-Höfða saman og slógu lúpínu. Þátttakan var góð og gekk slátturinn frábærlega í veðurblíðu.
Yfirbragð höfðans breyttist mikið við sláttinn. Eiga íbúarnir hrós skilið fyrir að eiga frumkvæði að aðgerðum sveitarfélagsins gegn ágengum plöntum og að leggja vinnu sína í aðgerðirnar.
Lúpínuslætti er nú lokið ef frá er talið skógræktarsvæðið við Grensás. Skógræktarfélag Stykkishólms er með ásana í austanverðu bæjarlandinu á leigu frá Stykkishólmsbæ. Samkomulag um að uppræta lúpínu þar tókst ekki að þessu sinni en verkefnið fær til umráða eina stóra breiðu á því svæði til að framkvæma samanburðartilraun á áhrifum eiturs og sláttar. Sá hluti breiðunnar sem ekki verður nýttur í tilraunina verður sleginn og er gert ráð fyrir að þeim slætti ljúki í vikunni. Að því loknu snýr hópurinn sér aftur að bjarnarkló og kerflum.
Þrír starfsmenn vinna í fullu starfi við aðgerðirnar en auk þeirra eru hér nú staddir fimm sjálfboðaliðar frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS www.seedsiceland.org.
Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri
Bjössi málari vígalegur með orfið
|
Lúpína slegin í tilraunareit
|
---|---|
![]() Lúpínutilraunareitir eru afmarkaðir með stikum og snæri |
|
Slegið af miklum móð |
Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is
www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar