ágú
Mánudaginn 23. ágúst fékk starfsfólk ráðhússins í Stykkishólmi ríflega tuttugu manna hóp tékkneskra sveitarstjórnarmanna í heimsókn. Heimsóknin var hluti af ferð hópsins um Vesturland í þeim tilgangi að kynna sér vinnu sveitarfélaganna í fjórðungnum að umhverfismálum. Ferðin var að mestu leyti kostuð af Þróunarsjóði EFTA, drugstore en Environice átti stóran þátt í skipulagningunni hérlendis í samvinnu við Vaxtarsamning Vesturlands og ráðgjafastofuna MCN í Prag.
Tékkarnir dvöldu á Vesturlandi frá föstudegi til þriðjudags en héldu svo til síns heima eldsnemma á miðvikudagsmorgni. Í heimsókn sinni komu þeir við á ýmsum áhugaverðum stöðum á Vesturlandi eins og greint er frá í frétt áheimasíðu Environice.
Hópurinn mætti á Snæfellsnes á sunnudaginn þar sem dagurinn var nýttur í eyjasiglingu um Breiðafjörð, click heimsókn á Eldfjallasafnið í Stykkishólmi og skoðunarferð í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul.
Á mánudaginn tóku starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands ásamt Gyðu Steinsdóttur, bæjarstjóra Stykkishólms, á móti hópnum í ráðhúsi Stykkishólmsbæjar. Þar fræddi Róbert A. Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofunnar, Tékkana um starfsemi stofunnar. Menja von Schmalensee, líffræðingur og starfsmaður Náttúrustofunnar, hélt fyrirlestur um ágengar tengundir og sagði meðal annars frá því hvernig tekið hefur verið á þeim í Stykkishólmsbæ. Theódóra Matthíasdóttir, umhverfisfulltrúi, fjallaði um EarthCheck-verkefnið sem sveitarfélögin á Snæfellsnesi, ásamt Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, eru aðilar að. Ennfremur hélt Birgir Á. Kristjánsson frá Íslenska Gámafélaginu kynningu á lausnum Stykkishólmsbæjar í úrgangsmálum. Átti það vel við þar sem Stykkishólmsbær er frumkvöðull í hinu svo kallaða ,,þriggja tunnu kerfi“ og er sú leið sem bærinn hefur farið í sorpmálum oft kölluð Stykkishólmsleiðin. Í kjölfar fyrirlestranna heimsótti hópurinn sorpmóttökustöðina Snoppu og átti að lokum góðar stundir yfir hádegismat á Narfeyrarstofu áður en haldið var áfram í Borgarnes. Fyrirlestrarnir fóru allir fram á íslensku og Lena Uhrova, tékknesk kona sem búsett er á Dalvík, túlkaði yfir á tékknesku.
Almenn ánægja var á meðal starfsfólks Náttúrustofunnar um það hversu áhugasamir Tékkarnir voru um allt það sem fyrir þeim var kynnt. Spurningar flæddu og fólkið var greinilega á svæðinu til þess að fræðast. Vonandi nýtist heimsókn þeirra í ráðhús Stykkishólms þeim í komandi verkefnum heima fyrir.
Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is
www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar