Náttúrustofa Vesturlands (NSV) – West Iceland Nature Research Center

  • Miðlun
    • Fréttir
    • Skýrslur og greinargerðir
    • Ritaskrá
    • Umhverfishópur
    • Fróðleikur
    • Tenglar
  • Verkefni
    • Almennt
    • Grunnrannsóknir
    • Þjónustuverkefni
  • Náttúrustofan
    • Lög
    • Reglugerðir
    • Hlutverk
    • Náttúrustofur
    • Um NSV
    • Stjórn NSV
    • Starfsfólk
  • Starfsfólk
13
des

Tvær nýjar yfirlitsgreinar um ágengar tegundir birtar í Náttúrufræðingnum

Í síðustu viku birtist í Náttúrufræðingnum, tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags (HÍN), seinni greinin af tveim um ágengar tegundir eftir Menju von Schmalensee, sviðsstjóra á Náttúrustofu Vesturlands. Fyrri greinin birtist í næsta tölublaði á undan, sem út kom í sumar.

Ágengar tegundir eins og lúpína og minkur hafa verið fyrirferðarmiklar í umræðu landsmanna síðustu áratugi en í greinunum tveim er litið á ágengar tegundir í stóru samhengi. Í þeirri fyrri er fjallað almennt um líffræði þeirra og stöðu á heimsvísu en sjónum beint að stöðu mála á Íslandi í seinni greininni.

Greinarnar gefa greinargott yfirlit um málaflokkinn og eru afrakstur margra mánaða ítarlegrar heimildavinnu. Efnið hefur aldrei áður verið tekið saman á þennan hátt á íslensku og er vonast til að greinarnar stuðli að málefnalegri umræðu um framandi, ágengar tegundir hér á landi. Alþjóðastofnanir og samtök telja ágengar tegundir vera á meðal mestu ógna við líffræðilega fjölbreytni á heimsvísu og fer því vel á að greinarnar birtist einmitt á ári líffræðilegrar fjölbreytni. Náttúrustofan hefur m.a. staðið fyrir rannsóknum á ágengu tegundunum mink og lúpínu.

Náttúrufræðingurinn er vandað náttúruvísindarit fyrir jafnt fræðimenn og almenning og er aðgengilegt á bókasöfnum en félagsaðild í HÍN felur m.a. í sér áskrift að tímaritinu. Greinarnar tvær eru ekki aðgengilegar á netinu en útdrætti úr greinunum má nálgast á neðangreindum vefslóðum. Þá má einnig nálgast afrit af greinunum hjá höfundi (menja@nsv.is).

Vágestir í vistkerfum – fyrri hluti. Stiklað á stóru um framandi ágengar tegundir. Náttúrufræðingurinn 80 (1-2), bls. 15-26.
Útdráttur:
http://www.hin.is/resultpage.asp?ID=2759

Vágestir í vistkerfum – Seinni hluti. Framandi og ágengar tegundir á Íslandi.Náttúrufræðingurinn 80 (3-4), bls. 84-102.
Útdráttur: http://www.hin.is/resultpage.asp?ID=2760

Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is

www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar

Þessi vefur notar vafrakökur! Vafrakökur
Allur réttur áskilinn 2015 - Anok margmiðlun ehf
  • /Miðlun
    • /Fréttir
    • /Skýrslur og greinargerðir
    • /Ritaskrá
    • /Umhverfishópur
    • /Fróðleikur
    • /Tenglar
  • /Verkefni
    • /Almennt
    • /Grunnrannsóknir
    • /Þjónustuverkefni
  • /Náttúrustofan
    • /Lög
    • /Reglugerðir
    • /Hlutverk
    • /Náttúrustofur
    • /Um NSV
    • /Stjórn NSV
    • /Starfsfólk
  • /Starfsfólk