Náttúrustofa Vesturlands (NSV) – West Iceland Nature Research Center

  • Miðlun
    • Fréttir
    • Skýrslur og greinargerðir
    • Ritaskrá
    • Umhverfishópur
    • Fróðleikur
    • Tenglar
  • Verkefni
    • Almennt
    • Grunnrannsóknir
    • Þjónustuverkefni
  • Náttúrustofan
    • Lög
    • Reglugerðir
    • Hlutverk
    • Náttúrustofur
    • Um NSV
    • Stjórn NSV
    • Starfsfólk
  • Starfsfólk
17
feb

Fjörðurinn spriklar af lífi

Undanfarið hafa fregnir borist af fjölda hvala
og fugla í Grundarfirði og Kolgrafafirði á norðanverðu Snæfellsnesi. Þar eru máfar og fýlar í þúsundatali ásamt öðrum sjófuglum, malady
s.s. súlu. Af hvölum hafa háhyrningar verið mest áberandi en einnig hefur sést til höfrunga, prostate hrefnu og hnísu. Svo virðist sem þetta fjöruga lífríki í og ofan sjávarborðs endurspegli síldargöngur á svæðinu.
Starfsfólk Náttúrustofunnar leit til hvala frá ströndinni í hægu en þungbúnu veðri þegar langt var liðið á gærdaginn og fylgja hér til gamans fáeinar myndir sem teknar voru frá landi á svæðinu frá Hellnafelli að Grundarfjarðarhöfn. Allar myndirnar eru af einum hópi 7 háhyrninga, ask væntanlega fjölskyldu, sem synti meðfram ströndinni frá vestri til austurs. Fleiri háhyrningar sáust utar á firðinum og telja sjómenn á svæðinu að mest hafi verið hundruð hvala í firðinum undanfarna daga.

Háhyrningar eru stundum kallaðir úlfar hafsins, enda eru þeir öflug rándýr sem fara víða og veiða gjarnan í fjölskylduhópum. Kýr verða geta orðið meira en 80 ára gamlar og allt að 7 metra langar en tarfar allt að 50 ára og 10 metra langir. Mikill breytileiki er í lögun bakhyrnu og litamynstri og má nota þessi einkenni til að greina einstaklinga.

Fréttir af hvalagengd síðustu daga:

  • Heimasíða Grundarfjarðarbæjar:http://www.grundarfjordur.is/Default.asp?sid_id=11331&tId=2&fre_id=
    112887&meira=1&Tre_Rod=001|005|001|&qsr
  • Heimasíða Skessuhorns:
    http://www.skessuhorn.is/Default.asp?sid_id=24845&tId=99&Tre_Rod=001|002|&fre_id=112842&meira=1

Ljósmyndir af háhyrningunum í Grundarfirði og Kolgrafafirði:

  • Flickr-síða Þorsteins Eyþórssonar:http://www.flickr.com/photos/thorsteinn/
  • Flickr-síða Tómasar Freys:
    http://www.flickr.com/photos/tomasfreyr/

Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is

www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar

Þessi vefur notar vafrakökur! Vafrakökur
Allur réttur áskilinn 2015 - Anok margmiðlun ehf
  • /Miðlun
    • /Fréttir
    • /Skýrslur og greinargerðir
    • /Ritaskrá
    • /Umhverfishópur
    • /Fróðleikur
    • /Tenglar
  • /Verkefni
    • /Almennt
    • /Grunnrannsóknir
    • /Þjónustuverkefni
  • /Náttúrustofan
    • /Lög
    • /Reglugerðir
    • /Hlutverk
    • /Náttúrustofur
    • /Um NSV
    • /Stjórn NSV
    • /Starfsfólk
  • /Starfsfólk