Náttúrustofa Vesturlands (NSV) – West Iceland Nature Research Center

  • Miðlun
    • Fréttir
    • Skýrslur og greinargerðir
    • Ritaskrá
    • Umhverfishópur
    • Fróðleikur
    • Tenglar
  • Verkefni
    • Almennt
    • Grunnrannsóknir
    • Þjónustuverkefni
  • Náttúrustofan
    • Lög
    • Reglugerðir
    • Hlutverk
    • Náttúrustofur
    • Um NSV
    • Stjórn NSV
    • Starfsfólk
  • Starfsfólk
8
mar

Ráðstefna um árangur minkaveiðiátaks

Umhverfisráðuneytið stóð fyrir átaki í minkaveiðum á Snæfellsnesi og við Eyjafjörð
árin 2007-2009. Umsjónarnefnd með minkaveiðiátaki boðar til ráðstefnu um árangur átaksins, rannsóknir og framtíðarsýn um fyrirkomulag minkaveiða í ljósi þeirra upplýsinga sem verkefnið hefur dregið fram. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, here 14. mars 2011,
kl. 13-16.

Markmið minkaveiðiátaksins 2007-2010 var staðbundin útrýming minks í Eyjafirði og á Snæfellsnesi. Veiðiálag var aukið og samhliða
var unnið að rannsóknum til þess að meta árangur af því og leita svara við þeirri spurningu hvort mögulegt væri að útrýma mink á landsvísu. Merkjanlega góður og skjótur árangur náðist í Eyjafirði. Hægar gekk að fækka mink á Snæfellsnesi, en þar hefur þó einnig orðið veruleg fækkun. Tilgangur ráðstefnunnar er annars vegar að kynna árangur verkefnisins og niðurstöður rannsókna og hins vegar að velta upp spurningum um framtíðarfyrirkomulag minkaveiða í ljósi þeirra upplýsinga sem verkefnið hefur dregið fram. Ráðstefnan verður send út á netinu á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Dagskrá:

13:00-13:10    Ávarp umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur
13:10-13:25:   Átaksverkefni um útrýmingu minks – Hugi Ólafsson, formaður umsjónarnefndar
13:25-13:50:   Framkvæmd veiðiátaks – Arnór Þ. Sigfússon, umsjónarmaður veiðiátaks
13:50-14:10:   Rannsóknir í tengslum við átakið – Róbert A. Stefánsson, líffræðingur
14:10-14:30:   Mat á árangri átaksverkefnisins – Páll Hersteinsson, prófessor
14:30-14:45:   Kaffihlé
14:45-15:00:   Veiðiátakið frá sjónarhóli veiðimanns – Hannes Haraldsson og Helgi Jóhannesson
15:00-16:00:   Pallborð: Hvernig er best að haga minkaveiðum í ljósi niðurstöðu átaksins?

  • Árni Snæbjörnsson, Bændasamtökum Íslands
  • Halldór Halldórsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga
  • Hjalti J. Guðmundsson, Umhverfisstofnun
  • Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Náttúrufræðistofnun Íslands
  • Óðinn Sigþórsson, Landssambandi veiðifélaga
  • Páll Hersteinsson, prófessor
  • Snorri H. Jóhannesson, Félagi atvinnuveiðimanna á ref og mink

Ráðstefnustjóri: Erla Friðriksdóttir, fv. bæjarstjóri í Stykkishólmi

Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is

www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar

Þessi vefur notar vafrakökur! Vafrakökur
Allur réttur áskilinn 2015 - Anok margmiðlun ehf
  • /Miðlun
    • /Fréttir
    • /Skýrslur og greinargerðir
    • /Ritaskrá
    • /Umhverfishópur
    • /Fróðleikur
    • /Tenglar
  • /Verkefni
    • /Almennt
    • /Grunnrannsóknir
    • /Þjónustuverkefni
  • /Náttúrustofan
    • /Lög
    • /Reglugerðir
    • /Hlutverk
    • /Náttúrustofur
    • /Um NSV
    • /Stjórn NSV
    • /Starfsfólk
  • /Starfsfólk