Náttúrustofa Vesturlands (NSV) – West Iceland Nature Research Center

  • Miðlun
    • Fréttir
    • Skýrslur og greinargerðir
    • Ritaskrá
    • Umhverfishópur
    • Fróðleikur
    • Tenglar
  • Verkefni
    • Almennt
    • Grunnrannsóknir
    • Þjónustuverkefni
  • Náttúrustofan
    • Lög
    • Reglugerðir
    • Hlutverk
    • Náttúrustofur
    • Um NSV
    • Stjórn NSV
    • Starfsfólk
  • Starfsfólk
17
jan

Gríðarlegt fuglalíf við Snæfellsnes


Súlukast norðan brúarinnar yfir Kolgrafa- fjörð, ailment 16. janúar 2012. (Ljósm. Róbert A. Stefánsson).

Nú er lokið árlegri talningu vetrarfugla sem fer fram í kringum áramót. Á talningarsvæðunum á norðanverðu Snæfellsnesi voru nú samtals tæplega 29 þúsund fuglar af 39 tegundum. Fuglalífið
var óvenju blómlegt vegna mikillar síldargengdar í Breiðafirði fjórða veturinn
í röð og sáust nú enn fleiri fuglar en áður.
Á meðal þess sem mesta athygli vekur er gríðarlegur fjöldi máfa, súlna og annarra fiskiætna. Algengustu tegundirnar voru svartbakur, æðarfugl og hvítmáfur en máfar, æður, súla og fýll voru samtals ríflega 80% af heildarfjölda. Samtals sáust 16 hafernir, fleiri en nokkru sinni fyrr.

 

Tafla: Niðurstöður fuglatalninga á Snæfellsnesi í janúar 2012.

Tegundir Fjöldi á
Snæfellsnesi
Svartbakur 7.920
Æðarfugl 6.115
Hvítmáfur 3.212
Súla 2.872
Ógr. máfur 1.743
Fýll 1.054
Snjótittlingur 987
Sendlingur 709
Bjartmáfur 700
Toppskarfur 695
Stokkönd 501
Tjaldur 394
Dílaskarfur 364
Rita 349
Stari 300
Toppönd 217
Hrafn 167
Hávella 160
Rauðhöfðaönd 135
Straumönd 113
Lómur 64
Álft 52
Teista 31
Tildra 27
Gulönd 17
Haförn 16
Ógr. skarfur 15
Silfurmáfur 14
Himbrimi 11
Urtönd 7
Álka 5
Smyrill 4
Grágæs 3
Fálki 3
Rjúpa 3
Stelkur 3
Gráhegri 2
Skógarþröstur 2
Stormmáfur 1
Brandugla 1
Auðnutittlingur 1
Samtals fuglar 28.989
Fjöldi fuglategunda 39

 

Á meðfylgjandi korti má sjá legu talningarsvæðanna á Snæfellsnesi. Náttúrufræðistofnun tekur við niðurstöðum talninganna og búast menn þar á bæ við að talið hafi verið á nærri 180 svæðum á Íslandi í ár. Endanlegar niðurstöður ættu að liggja fyrir á næstu dögum en þær má finna á vef Náttúrufræðistofnunar.

Talningarmenn á Snæfellsnesi að þessu sinni voru (í stafrófsröð):
Arnór Þrastarson
Árni Ásgeirsson
Daníel Bergmann
Hálfdán H. Helgason
Jón Einar Jónsson
Lúðvík V. Smárason
Ómar Lúðvíksson
Róbert A. Stefánsson
Skúli Alexandersson
Smári Lúðvíksson
Sæmundur Kristjánsson
Sævar Friðþjófsson
Viðar Gylfason

Finna má frekari upplýsingar um vetrarfuglatalninguna á landsvísu á vefNáttúrufræðistofnunar Íslands en þar segir m.a.:

„Árlegar vetrarfuglatalningar hófust á Íslandi um jólaleytið 1952 að amerískri fyrirmynd. Þetta verkefni er ein lengsta samfellda vöktun sem stunduð hefur verið hér á landi og sú sem tekur til flestra fuglategunda Fyrsta árið var talið á 11 svæðum en þeim fjölgaði svo jafnt og þétt næstu árin og voru þau orðin 44 árið 1958 víðsvegar um land en fremur fá svæði bættust síðan við fram yfir 1970 (Ævar Petersen 1983). Fuglaáhugamenn tóku þessu nýja verkefni fagnandi og töldu margir af upphafsmönnum svæði sín áratugum saman eftir það. Frá upphafi hafa áhugamenn unnið þetta verk í sjálfboðavinnu og á síðustu árum hafa hátt á annað hundrað manns tekið þátt. Talningar fóru lengst af fram á frídegi milli jóla og nýárs og oft varð annar dagur jóla fyrir valinu. Af þeim sökum hafa talningar þessar oft verið nefndar „jólatalningar”.

Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Talningar eru staðlaðar og geta því nýst til vöktunar einstakra stofna.“

Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is

www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar

Þessi vefur notar vafrakökur! Vafrakökur
Allur réttur áskilinn 2015 - Anok margmiðlun ehf
  • /Miðlun
    • /Fréttir
    • /Skýrslur og greinargerðir
    • /Ritaskrá
    • /Umhverfishópur
    • /Fróðleikur
    • /Tenglar
  • /Verkefni
    • /Almennt
    • /Grunnrannsóknir
    • /Þjónustuverkefni
  • /Náttúrustofan
    • /Lög
    • /Reglugerðir
    • /Hlutverk
    • /Náttúrustofur
    • /Um NSV
    • /Stjórn NSV
    • /Starfsfólk
  • /Starfsfólk