feb
![]() |
---|
Síðdegis í gær barst Náttúrustofunni tilkynning um fálka í vanda við suðaustanverðan Grundarfjörð. Feðgarnir Gústav Ívarsson og Gústav Alex Gústavsson höfðu ekið fram á fuglinn, sem greinilega átti í erfiðleikum og náði ekki að hefja sig til flugs. Með lagni tókst þeim að handsama fuglinn og koma fyrir í búri. Fljótt var ljóst að fálkinn hafði lent í grúti en við það missir fiðrið einangrunargildi sitt og fuglinn á erfitt með flug.
Fálkinn, sem var ungfugl, var sóttur í Grundarfjörð og sendur til Reykjavíkur í hreinsun og endurhæfingu í Húsdýragarðinum. Þar verður honum hjúkrað til heilsu á ný af starfsfólki Húsdýragarðsins og Náttúrufræðistofnunar Íslands og vonandi veitt frelsi innan fárra daga.
Sjá einnig frétt um sama mál á heimasíðu Skessuhorns.
Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is
www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar