Árin 2007-2009 stóð umhverfis- og auðlindaráðuneytið fyrir tilraunaverkefni um svæðisbundna útrýmingu minks og voru til þess valin tvö svæði, thumb Snæfellsnes og Eyjafjörður. Markmið verkefnisins var að útrýma mink
á þessum tveim svæðum, með það fyrir augum að kanna möguleikana á útrýmingu á landsvísu og hvaða kostnað það hefði í för með sér. Veiðar voru í umsjón Umhverfisstofnunar en verkefninu var stýrt af þriggja manna verkefnisstjórn, sem nýlega skilaði af sér til umhverfis- og auðlindaráðherra, sbr. frétt á heimasíðu ráðuneytisins.
Starfsmönnum Náttúrustofu Vesturlands og Háskóla Íslands var falið að taka saman gögn um veiðiátakið
og leggja mat á árangur þess. Afrakstur þeirrar vinnu er ítarleg skýrsla sem finna má fyrir neðan fréttina.
Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is
www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar