jan

Ferðamenn sáu ungan haförn í vanda í útjaðri Berserkjahrauns í gær. Hann átti greinilega erfitt með flug. Hildibrandur og synir úr Bjarnarhöfn fréttu af þessu og létu vita. Í dag fór undirritaður ásamt þeim og fleiri hjálparkokkum og handsamaði örninn eftir stuttan eltingarleik.
Um er að ræða unga frá sumrinu 2015.
Örninn bíður nú ferðar til Reykjavíkur, þar sem dýralæknir og sérfræðingar munu gera tilraun til að hjúkra honum til heilsu á ný.
Nú reynir á mátt Facebook! Ef einhver veit um far til Reykjavíkur í dag eða á morgun, þar sem þetta hundabúr mætti koma með (það er nokkuð plássfrekt), þá væri afar vel þegið að frétta af því.
Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is
www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar