
Í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins eru tvær greinar sem starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands komu að.
Í forsíðugrein er fjallað um niðurstöður rannsókna á áhrifum sláttar og eitrunar á lúpínubreiður og gróðurfar í Stykkishólmi. Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg í umræðu um lúpínu og mögulegar aðgerðir til að hamla útbreiðslu hennar. Verkefnið var unnið í samvinnu við sérfræðinga Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans.
Í annarri grein er fjallað um hið sjaldgæfa fyrirbæri vatnamýs en þær eru sérkennilegar mosakúlur sem fundist hafa á nokkrum stöðum um landið, þar á meðal við Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi. Ævar Petersen er aðalhöfundur þeirrar greinar.
Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is
www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar