ágú

Einhverjum kann að finnast berjalyngið á sumum svæðum missa græna litinn full snemma í ár. Rauðbrúni liturinn er þó ekki hefðbundin haustlitadýrð heldur kemur til vegna skemmda á laufum í kjölfar áts fiðrildalirfa. Að öllum líkindum er hér á ferðinni birkifeti (sjá: http://www.ni.is/…/geometri…/rheumaptera/rheumaptera_hastata). Skv. vef Náttúrufræðistofnunar Íslands „er birkifeti nokkuð fast bundinn kjörlendi sínu og sést sjaldnast á flögri fjarri því. Af honum eru umtalsverð áraskipti og þegar vel árar verður fjöldinn mikill. Grunur leikur á að birkifeta fari fjölgandi með hlýnandi loftslagi. Lirfurnar verða mikil átvögl þegar þær taka að ná fullum vexti um og upp úr miðjum ágúst. Þar sem mikið er af þeim geta þess vegna sést alvarleg merki á gróðri.“
Á ákveðnum svæðum á Vestfjörðum og Vesturlandi eru slíkar skemmdir nú áberandi (sjá einnig: http://nave.is/frettir/Skemmdir_a_berjalyngi/).
Meðfylgjandi myndir voru teknar 11. ágúst við þjóðveginn á milli Seljafells og Bjarnarhafnarfjalls á norðanverðu Snæfellsnesi.
Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is
www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar