Eftirfarandi frétt birtist á fréttaveitu Snæfellinga www.snaefellingar.is:
Fimmtudagskvöldið 8. september stóðu Hafrannsóknastofnun og Náttúrustofa Vesturlands fyrir fræðslukvöldi um skelrannsóknir og –veiðar á Hótel Stykkishólmi.
Dagskráin hófst með erindi Jónasar Páls Jónassonar sérfræðings á Hafró: Gangur rann-sókna og tilraunaveiða á skel í Breiðafirði, en um þessar mundir er að ljúka rannsóknarleiðangri á Breiðafirði.
Í erindi Jónasar kom fram að upplýsingar sem safnast hafa eru betri og því skráning og úrvinnsla nákvæmari. Á sumum svæðum veiðist minna en á öðrum meira. Það er framtíðarverkefni að halda áfram að kortleggja ný og eldri svæði. Einnig ræddi hann um friðuð hólf og/eða verndunarsvæði. Það kom á óvart í ferðum sumarsins að víða var skel að finna í kringum Bjarneyjar. Við Breiðasund er einnig fín nýliðun (smáskel) og skel í nokkru magni. Breiðari plógur var notaður nú í sumar en áður og gaf góða raun. Hægt er að skoða myndir frá mælingum á www.hafro.is/~jonasp
Kevin Stokesbury prófessor við háskólann í Massachusetts sagði frá veiðum og niðurstöðum rannsókna á ættingja hörpudisksins, hafdiski, við austurströnd N-Ameríku. Kevin fór yfir aðstæður vísindamannanna og háskólanemenda til rannsókna sem eru um margt ólíkar aðstæðum íslenskra rannsakenda.
Sjávarútvegsfyrirtækin kosta miklu í rannsóknir háskólans og starfa um 22 manns við dæmigerða rannsókn. Kevin lýsti vel búnaði sem smíðaður var til rannsókna sem tekur amk 3 myndir af hafsbotninum í einu. Þau gögn fara síðan í gagnagrunn og út frá þeim hafa verið kortlagðar breytingar út frá hitastigi sjávar, straumum ofl. Á því svæði sem hann stundar rannsóknir sínar er nokkuð um lokuð svæði fyrir veiðum á skel. Sum eru lokuð í mörg ár en önnur tímabundið. Umhverfisþættir hafa mikil áhrif á stofnstærð og sýndi hann fram á að ef hlýnaði hefði það mjög mikil áhrif til góðs fyrir skeljastofninn þar, öfugt við það sem gerist hér við land þegar hlýtt er. Líkt og hér hafa sjúkdómar gert vart við sig á rannsóknarsvæði Kevins og rannsóknarteymis hans. Nú um stundir er stofninn í sögulegu hámarki en það þarf ekki að þýða að hægt sé að heimfæra þær breytingar á skelstofninn við Breiðafjörð.
Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is
www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar