Náttúrustofa Vesturlands (NSV) – West Iceland Nature Research Center

  • Miðlun
    • Fréttir
    • Skýrslur og greinargerðir
    • Ritaskrá
    • Umhverfishópur
    • Fróðleikur
    • Tenglar
  • Verkefni
    • Almennt
    • Grunnrannsóknir
    • Þjónustuverkefni
  • Náttúrustofan
    • Lög
    • Reglugerðir
    • Hlutverk
    • Náttúrustofur
    • Um NSV
    • Stjórn NSV
    • Starfsfólk
  • Starfsfólk
19
des

Snörp veðraskipti og fuglalíf

Snörp veðraskipti og fuglalíf

This slideshow requires JavaScript.

Snörp veðraskipti hafa mögulega haft neikvæð áhrif á ýmsa fugla. Hrafn og haftyrðill þurftu á aðstoð manna að halda í Stykkishólmi í dag. Ólíklegt er að einskær tilviljun hafi ráðið því að þetta gerðist einmitt í dag, þegar snöggkólnaði eftir langvarandi bleytu- og hlýindaskeið. Hrafninn kom sjálfur í garð starfsfólks Náttúrustofunnar og sýndi sig á meðan setið var að snæðingi í hádegishléinu. Hann var máttfarinn og ófleygur og dvelur nú í arnabúri Náttúrustofunnar í góðu yfirlæti. Hann étur vel og hressist vonandi fljótt. Haftyrðillinn hafði fokið upp á land og í ógöngur og þurfti aðstoð við að koma sér til sjávar aftur. Athugull Hólmari varð hans var og kom til Náttúrustofunnar. Honum var sleppt við sjóinn eftir að ástandsskoðun leiddi ekkert óeðlilegt í ljós.

Vert er að minnast á að nú er einmitt tíminn til að muna eftir að gefa fuglunum. Kornmeti, epli, tólg og kjötsag eru dæmi um vinsælan og góðan garðfuglamat. Sjá einnig vef Fuglaverndar http://fuglavernd.is/heim/gardfuglar/fodrun-gardfugla/ og Garðfuglavefinn http://www.veidivotn.is/gardfuglar/fodrun.html.

Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is

www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar

Þessi vefur notar vafrakökur! Vafrakökur
Allur réttur áskilinn 2015 - Anok margmiðlun ehf
  • /Miðlun
    • /Fréttir
    • /Skýrslur og greinargerðir
    • /Ritaskrá
    • /Umhverfishópur
    • /Fróðleikur
    • /Tenglar
  • /Verkefni
    • /Almennt
    • /Grunnrannsóknir
    • /Þjónustuverkefni
  • /Náttúrustofan
    • /Lög
    • /Reglugerðir
    • /Hlutverk
    • /Náttúrustofur
    • /Um NSV
    • /Stjórn NSV
    • /Starfsfólk
  • /Starfsfólk