Náttúrustofa Vesturlands (NSV) – West Iceland Nature Research Center

  • Miðlun
    • Fréttir
    • Skýrslur og greinargerðir
    • Ritaskrá
    • Umhverfishópur
    • Fróðleikur
    • Tenglar
  • Verkefni
    • Almennt
    • Grunnrannsóknir
    • Þjónustuverkefni
  • Náttúrustofan
    • Lög
    • Reglugerðir
    • Hlutverk
    • Náttúrustofur
    • Um NSV
    • Stjórn NSV
    • Starfsfólk
  • Starfsfólk
16
feb

Súrnun hafsins

Súrnun hafsins

Hrönn Egilsdóttir hélt fyrirlestur í fyrirlestraröð NSV miðvikudaginn 15. febrúar. Var þetta annar fyrirlesturinn í röðinni og bar hann heitið Fiskurinn, fæðan og súrnun hafsins.

Erindið sem Hrönn flutti var í samstarfi við Stykkishólmshöfn og fjallaði um manngerða súrnun hafsins og þá ógn sem lífríkinu stafar af henni. Stiklað var á stóru um stöðu þekkingar á áhrifum súrnunar hafsins á fiska, fæðuna þeirra og ýmsar aðrar lífverur hafsins.

Súrnun hafsins kemur til með losun á CO2. Þegar styrkur CO2 eykst í andrúmsloftinu tekur sjórinn nefnilega hluta þeirrar aukningar til sín en við það breytist sýrustigið.

Þegar hafa komið fram afleiðingar á lífríkinu, t.d. í ostrurækt. Áhrif á fiska gætu orðið mest í gegnum fæðukeðjur en súrnunin getur einnig haft bein áhrif á lirfu- og ungseiðastig fiska.

Súrnun hafsins gæti verið ein allra stærsta umhverfisógnin sem við stöndum frammi fyrir í dag. Maðurinn treystir á hafið sem fæðuuppsprettu og vegna mikilvægi sjávarútvegsins fyrir Ísland ættu Íslendingar að vera í fararbroddi þegar kemur að varnaraðgerðum.

Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is

www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar

Þessi vefur notar vafrakökur! Vafrakökur
Allur réttur áskilinn 2015 - Anok margmiðlun ehf
  • /Miðlun
    • /Fréttir
    • /Skýrslur og greinargerðir
    • /Ritaskrá
    • /Umhverfishópur
    • /Fróðleikur
    • /Tenglar
  • /Verkefni
    • /Almennt
    • /Grunnrannsóknir
    • /Þjónustuverkefni
  • /Náttúrustofan
    • /Lög
    • /Reglugerðir
    • /Hlutverk
    • /Náttúrustofur
    • /Um NSV
    • /Stjórn NSV
    • /Starfsfólk
  • /Starfsfólk