Náttúrustofa Vesturlands (NSV) – West Iceland Nature Research Center

  • Miðlun
    • Fréttir
    • Skýrslur og greinargerðir
    • Ritaskrá
    • Umhverfishópur
    • Fróðleikur
    • Tenglar
  • Verkefni
    • Almennt
    • Grunnrannsóknir
    • Þjónustuverkefni
  • Náttúrustofan
    • Lög
    • Reglugerðir
    • Hlutverk
    • Náttúrustofur
    • Um NSV
    • Stjórn NSV
    • Starfsfólk
  • Starfsfólk
25
apr

Matarsóun

Matarsóun

Rannveig Magnúsdóttir frá Landvernd hélt áhugavert erindi um matarsóun í fyrirlestrarröð NSV 19. apríl sl.

Margt kom fram á fundinum sem var vel sóttur. Matarsóun er vandamál sem á sér stað allt frá framleiðendum til neytenda. Í erindi Rannveigar kom fram að um þriðjungur alls matar endar í ruslinu. Það þýðir ekki einungis að verið sé að henda verðmætum frá heimilinu, það þýðir að uppskera af um þriðjungi ræktarlands, sem oft verður til á kostnað náttúrulegra búsvæða plantna og dýra, lendir í ruslinu. Hér er ekki tekið tillit til beina o.þ.h. sem fólk leggur sér ekki til munns.

Almenningur getur unnið gegn matarsóun á ýmsan hátt. Meðal annars er hægt að skipuleggja innkaup betur, gera greinarmun á „síðasti notkunardagur“ og „best fyrir“, treysta skynfærunum við mat á gæðum matar, uppröðun í ísskáp og aðra skápa til að koma í veg fyrir að matur týnist, réttar aðferðir við geymslu og að sjálfsögðu að kaupa og elda rétt magn hverju sinni.

Hægt er að fræðast meira um matarsóun á matarsoun.is

Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is

www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar

Þessi vefur notar vafrakökur! Vafrakökur
Allur réttur áskilinn 2015 - Anok margmiðlun ehf
  • /Miðlun
    • /Fréttir
    • /Skýrslur og greinargerðir
    • /Ritaskrá
    • /Umhverfishópur
    • /Fróðleikur
    • /Tenglar
  • /Verkefni
    • /Almennt
    • /Grunnrannsóknir
    • /Þjónustuverkefni
  • /Náttúrustofan
    • /Lög
    • /Reglugerðir
    • /Hlutverk
    • /Náttúrustofur
    • /Um NSV
    • /Stjórn NSV
    • /Starfsfólk
  • /Starfsfólk