Náttúrustofa Vesturlands (NSV) – West Iceland Nature Research Center

  • Miðlun
    • Fréttir
    • Skýrslur og greinargerðir
    • Ritaskrá
    • Umhverfishópur
    • Fróðleikur
    • Tenglar
  • Verkefni
    • Almennt
    • Grunnrannsóknir
    • Þjónustuverkefni
  • Náttúrustofan
    • Lög
    • Reglugerðir
    • Hlutverk
    • Náttúrustofur
    • Um NSV
    • Stjórn NSV
    • Starfsfólk
  • Starfsfólk
6
feb

Vetrarfuglar á Snæfellsnesi

Vetrarfuglar á Snæfellsnesi

Árlegum vetrarfuglatalningum er nýlokið á 15 talningarsvæðum við norðanvert Snæfellsnes (sjá kort). Náttúrustofa Vesturlands heldur utan um heildarniðurstöður talninganna og telur meirihluta svæðanna en starfsmenn Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi og fuglaáhugamenn telja hluta svæðanna.

Talning vetrarfugla er hluti af vöktun íslenskra fugla og gefur bæði áhugaverðar og mikilvægar niðurstöður. Samsetning fuglafánunnar á Íslandi breytist mjög mikið á milli árstíma en á meðal þess sem gerir vetrarfuglaskoðun sérstaka er að þá safnast fuglar oft fyrir í stórum hópum þar sem æti er að finna. Einnig má að vetri sjá fugla sem ekki sjást eins vel að sumarlagi og þá er vetrarbúningur sumra tegunda mjög frábrugðinn sumarbúningum. Fuglaskoðun getur því verið mjög skemmtileg að vetrarlagi ekki síður en að vorlagi eða á öðrum tímum árs.

Heildarfjöldi fugla nú (tæp 23 þúsund) var svipaður og um áramótin 2014-2015 (skráning miðuð við jól 2014) en meiri en síðustu tvö ár (sjá graf). Talið hefur verið samfellt á 11 svæðum frá árinu 2009 (sum hafa verið talin mun lengur en önnur skemur) og hefur fjöldi fugla sveiflast mjög mikið á þeim tíma. Aðalorsök sveiflunnar er fæðuframboð en miklar síldargöngur fyrir nokkrum árum settu aldeilis svip á fuglalífið, eins og sjá má á toppnum í kringum 2012.

Í talningunni nú sáust samtals 39 fuglategundir. Algengastir voru æðarfugl, fýll, svartbakur, bjartmáfur og hvítmáfur en samtals voru skráðir meira en eitt þúsund fuglar af 9 tegundum. Á meðal fágætra tegunda voru gulönd (9 stk.), svartþröstur (3), gráhegri (2), rauðbrystingur (2) og barrfinka (1) (sjá töflu).

Fuglar eru taldir að vetrarlagi til að gefa vísbendingar um þróun stofna og svæðisbundnar breytingar á fuglalífi. Upphaf slíkra talninga á Íslandi nær aftur til 1952 en mjög misjafnt er yfir hvaða tímabil gögn ná á einstökum svæðum. Hægt er að reikna vísitölur fyrir stofna þeirra tegunda sem koma vel fram í vetrarfuglatalningum. Talið er að þær sýni allvel breytingar í stofnum 17 tegunda. Þeir fuglar sem halda til hér að vetrarlagi eru margir staðfuglar en sömuleiðis geta verið hér hlutar af stofnum farfugla, bæði tegunda sem alla jafna fara til meginlands Evrópu og nærliggjandi svæða eða tegunda sem hingað koma nær eingöngu að vetrarlagi – oft frá norðlægari slóðum.

Nr. Tegund Fjöldi   Nr. Tegund Fjöldi
1. Æðarfugl 5.213 22. Urtönd 35
2. Fýll 4.450 23. Teista 26
3. Svartbakur 2.977 24. Haförn 13
4. Bjartmáfur 1.696 25. Stelkur 13
5. Hvítmáfur 1.586 26. Gulönd 9
6. Ógr. máfur 1.097 27. Silfurmáfur 9
7. Tjaldur 1.089 28. Hettumáfur 9
8. Snjótittlingur 1.036 29. Stormmáfur 8
9. Sendlingur 1.022 30. Himbrimi 7
10. Dílaskarfur 503 31. Rita 7
11. Stokkönd 469 32. Tildra 6
12. Toppskarfur 286 33. Álka 6
13. Rauðhöfðaönd 252 34. Auðnutittlingur 5
14. Toppönd 208 35. Fálki 3
15. Hrafn 179 36. Svartþröstur 3
16. Stari 168 37. Gráhegri 2
17. Ógr. skarfur 158 38. Smyrill 2
18. Hávella 150 39. Rauðbrystingur 2
19. Straumönd 79 40. Skógarþröstur 2
20. Lómur 37 41. Barrfinka 1
21. Súla 37 Samtals 22.860
Samtals 22.860 fuglar af 39 tegundum

 

Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um niðurstöður vetrarfuglatalninga á landsvísu og birtir þær á vef sínum (hér).

Búi lesendur yfir markverðum upplýsingum um fugla eða langar að taka þátt í árlegri vetrarfuglatalningu, eru þeir hvattir til að hafa samband við Náttúrustofu Vesturlands (nsv@nsv.is).

Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee, Náttúrustofa Vesturlands

Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is

www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar

Þessi vefur notar vafrakökur! Vafrakökur
Allur réttur áskilinn 2015 - Anok margmiðlun ehf
  • /Miðlun
    • /Fréttir
    • /Skýrslur og greinargerðir
    • /Ritaskrá
    • /Umhverfishópur
    • /Fróðleikur
    • /Tenglar
  • /Verkefni
    • /Almennt
    • /Grunnrannsóknir
    • /Þjónustuverkefni
  • /Náttúrustofan
    • /Lög
    • /Reglugerðir
    • /Hlutverk
    • /Náttúrustofur
    • /Um NSV
    • /Stjórn NSV
    • /Starfsfólk
  • /Starfsfólk