Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag

Fíflalegt á þessum tíma árs!

Um þessar mundir eru túnfíflar í miklum blóma. Tegundin er einkar útbreidd í Stykkishólmi og angrar margan garðeigandann, enda á hún það til að breiðast ótæpilega út í manngerðu umhverfi. Síðla árs 2009 tók Náttúrustofa Vesturlands saman greinargerð um njóla og...

Sóknarfæri eru í fuglatengdri ferðaþjónustu

Út er komin skýrsla Náttúrustofu Vesturlands og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi um skráningu á fuglalífi á Snæfellsnesi og í Dölum og möguleikum sem felast í fuglatengdri ferðaþjónustu á svæðinu. Snæfellsnes og Breiðafjörður eru rík af fuglalífi og er...

Sigurerni sleppt

Laugardaginn 3. mars var haferninum Sigurerni sleppt við Berg í Grundarfirði eftir 8 daga hressingardvöl undir manna höndum. Hann var hinn hressasti og tók strax flugið. Vonandi lifir hann vel og lengi án þess að þarfnast aftur aðstoðar manna. Svo væri ekki verra að...

Sigurörn í vandræðum enn á ný

Síðastliðinn föstudag handsamaði Jón Bjarni Þorvarðarson, bóndi á Bergi við vestanverðan Grundarfjörð, hrakinn örn sem ekki náði að hefja sig til flugs. Við nánari skoðun sást að hann var grútarblautur, rétt eins og fálkinn sem náðist við Grundarfjörð tveim dögum fyrr...

Minkar í fréttum Stöðvar 2

Í gær fjallaði Stöð 2 um rannsóknir Náttúrustofu Vesturlands á minknum. Í viðtali sagði Rannveig Magnúsdóttir stuttlega frá verkefni sínu um fæðuval minksins og greiningum á mögulegum breytingum þess á árunum 2001-2009, auk þess sem komið var inn á niðurstöður...