
Guðrún Magnea Magnúsdóttir
Verkefnisstjóri EarthCheck umhverfisvottunar sveitarfélaganna á Snæfellsnesi
BA próf í mannfræði og MA próf í þróunarfræðum og alþjóðasamskiptum
S.433-8123, GSM 849-2486
Guðrún Magnea hefur umsjón með framkvæmd verkefnisins, veitir fræðslu og ráðgjöf um verkefnið og umhverfismál, sækir um styrki og á í samskiptum við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Hennar aðalmarkmið er að stuðla að úrbótum á vottunarkerfinu og vinna að framförum í umhverfismálum sveitarfélaganna. Finna má nánari upplýsingar um verkefnið á www.nesvottun.is

Róbert Arnar Stefánsson
Forstöðumaður
Líffræðingur
nsv@nsv.is
S. 433-8122, GSM 898-6638
Róbert sinnir stjórnunarstörfum, þar á meðal starfsmannahaldi og vinnu að uppbyggingu og stefnumótun Náttúrustofunnar. Jafnframt stýrir hann eða kemur að ýmsum rannsóknaverkefnum, þar á meðal þeim sem tengjast minkum og öðrum ágengum tegundum, fuglalífi og áhrifum lífrænnar mengunar á botndýralíf. Einnig kemur hann að almenningsfræðslu og ráðgjöf um umhverfismál, m.a. vegna verkefnisins um umhverfisvottun á starfsemi sveitarfélaga á Snæfellsnesi.

Menja von Schmalensee
Sviðsstjóri
Líffræðingur
menja@nsv.is
S. 433-8121, GSM 892-8238
Menja sinnir stjórnun og vinnur að uppbyggingu og stefnumótun Náttúrustofunnar ásamt forstöðumanni. Hún stýrir og vinnur að ýmsum rannsóknaverkefnum tengdum atferlis- og stofnvistfræði minks, öðrum ágengum tegundum og stofnvistfræði fugla. Hún sér einnig um alla grafíska hönnun og umbrot skjala og veggspjalda Náttúrustofunnar ásamt kortagerð. Hún kemur að almenningsfræðslu og ráðgjöf til stjórnvalda um náttúruvernd og ráðgjöf vegna verkefnisins um umhverfisvottun á starfsemi sveitarfélaga á Snæfellsnesi.

Theódóra Matthíasdóttir
Starfsmaður Breiðafjarðarnefndar
Jarðfræðingur og ferðamálafræðingur
theo@nsv.is
S. 433-8121, GSM 697-8950
Theó var umhverfisfulltrúi Snæfellsness fram á mitt ár 2016. Frá því í september 2015 hefur hún þjónustað Breiðafjarðarnefnd í hlutastarfi en nefndin er umhverfis- og auðlindaráðherra til ráðgjafar um verndarsvæði Breiðafjarðar. Hún vinnur auk þess að margvíslegum verkefnum sem tengjast vernd Breiðafjarðar.
Náttúrustofan
Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is
www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar