_DSC0876_juvGÁ árinu 2001 hóf Náttúrustofa Vesturlands, check í góðri samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands, treat undirbúning og sýnatöku vegna rannsóknar á erninum, no rx sem er viðbót við rannsóknir Náttúrufræðistofnunar á erninum fram að því.

Vesturland er aðalheimkynni íslenska arnarstofnsins en varpútbreiðslan nær frá Faxaflóa norður á Vestfirði. Þéttleiki hreiðra er langmestur í Breiðafirði en einnig nokkur við norðanverðan Faxaflóa. Stofninn er smár og er enn í útrýmingarhættu þrátt fyrir alfriðun í rúm 90 ár eða frá því Íslendingar friðuðu örninn fyrstir þjóða árið 1913. Á seinni hluta 19. aldar var stofninn mun stærri, sennilega 150-200 pör, og verpti víða um land en vegna skotveiða og eitrunar fyrir refi varð gífurleg fækkun. Um 1920 voru pörin einungis 20-25 og breyttist sá fjöldi lítið næstu áratugi. Eftir 1970 tók stofninn loks að rétta úr kútnum og hefur örnum fjölgað mjög hægt síðan. Hins vegar vaxa arnarstofnar í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Eystrasaltslöndunum, Póllandi og Þýskalandi nú hratt og hafa 3-5 faldast á síðustu 20 árum. Einnig eru ernir nú farnir að verpa að nýju í Danmörku og inn til landsins í Suður-Svíþjóð.

Varpárangur íslenska arnarstofnsins er mun lakari en hjá öðrum stofnum og leitar rannsóknin skýringa á því. Hún er tvíþætt og hefur því tvö aðskilin markmið. Þau tengjast hins vegar að því leyti að þættirnir sem til rannsóknar eru geta báðir haft áhrif á vöxt og viðgang íslenska arnarstofnsins:

Fyrra markmið rannsóknarinnar er að kanna erfðabreytileika og skyldleikaæxlun í stofninum, ásamt því að rannsaka áhrif innbyrðis skyldleika arnarhjóna á varpárangur þeirra. Mikilvægt er að fá svör við þessu í ljósi sögunnar en fáir einstaklingar stóðu undir nýliðun þegar stofninn var minnstur. Afleiðing þessa gæti hugsanlega verið lítill erfðabreytileiki og innæxlun í stofninum sökum þess hvað hann er lítill. Sýnt hefur verið fram á að innæxlun og lítill erfðabreytileiki getur haft neikvæð áhrif á frjósemi og lífslíkur unga.

Síðara markmið rannsóknarinnar er að kanna styrk þrávirkra, lífrænna eiturefna, s.s. PCB og DDT, í arnarfúleggjum. Mörg mengunarefni hafa alþjóðlega útbreiðslu og fyrri mælingar hafa sýnt að þau finnast í lífríki Íslands Þá er þekkt víða erlendis að mengunarefni hafa m.a. dregið verulega úr frjósemi dýra og hafa áhrifin gjarnan verið mest hjá dýrum efst í fæðukeðjunni, t.d. ránfuglum, og sérstaklega hjá dýrum sem lifa á sjávarfangi. Áhrifin geta verið veruleg fjarri iðnaðarsvæðum, sérstaklega á háum breiddargráðumÍ ljósi sögu íslenska arnarstofnsins og breytinga á stærð hans ásamt því að talið er að ákveðin arnarpör séu ófrjó, er ákaflega mikilvægt að fá upplýsingar um styrk mengunarefna í arnareggjum, svo bera megi hann saman við erlendar athuganir þar sem neikvæð áhrif á frjósemi hafa komið fram.

Fúlegg úr arnarhreiðrum verða notuð til mælinga á styrk mengunarefna en blóð úr stálpuðum ungum á hreiðrum og fjaðrir úr fullorðnum fuglum verða notuð til erfðaathugunar. Blóðsýni hafa verið tekin úr arnarungum af um 2/3 arnarsetra landsins frá árinu 2001 og hefur erfðaefni verið einangrað úr sýnunum til frekari vinnslu. Fúleggjum hefur verið safnað á sama tímabili og efnainnihald þeirra greint. Fram koma sterk tengsl mengunarinnihalds og varpárangurs. Sýnatakan fer fram í tengslum við vöktun arnarstofnsins (sjá síðar).

Rannsóknir á mengunarálagi og erfðasamsetningu arnarstofnsins gefa grundvallarupplýsingar sem auka skilning okkar á afkomu arnarins. Niðurstöðurnar munu nýtast við ákvarðanatöku sem varðar framtíð arnarstofnsins og munu koma að góðum notum ef gripið verður til aðgerða til hjálpar erninum.

Haförn

  • Date:
    2001-2013
  • Client:
    Náttúrufræðistofnun Íslands, Háskóla Íslands, NSV
  • Other Projects: