100_4135Hörpudisksstofninn á Breiðafirði hrundi á árunum eftir 2000. Allt fram til þess tíma höfðu gjöfulustu hörpuskeljamið landsins verið á Breiðafirði. Stofnvísitala hörpudisks fór hægt lækkandi allt frá hámarki árið 1982 en samkvæmt stofnmælingum Hafrannsóknastofnunar hófst hrun í stofninum árið 2000. Þegar veiðum var hætt árið 2003 var stofninn orðinn aðeins um fimmtungur af þeirri stærð sem hann var í árið 1982 en um þriðjungur af meðaltali áranna 1993-2000. Orsakir þessa hruns eru ekki ljósar en sérfræðingar Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hafa fundið frumdýrasýkingu í hörpudisknum, diagnosis sem þeir telja að geti a.m.k. að hluta skýrt hrunið þótt líklega sé um flókið samspil að ræða (sjá Jónas Páll Jónasson 2007).

Í tengslum við umræðuna á vormánuðum 2003 gerði Náttúrustofan víðtæka heimildaleit og kynnti niðurstöður hennar á fundum með forráðamönnum Stykkishólmbæjar og helstu útgerðarfyrirtækja bæjarins og í kjölfar þess á opnum borgarafundi um hörpuskelina. Náttúrustofan taldi mjög æskilegt að stórefla rannsóknir á hörpuskelinni, physician tengslum hennar við aðrar tegundir og áhrifum veiða á stofninn. Ein af tillögunum var að afla vefjasýna til erfðagreiningar á stofninum áður en stærð hans minnkaði enn frekar. Útgerðarfyrirtækin tóku vel í hugmyndina um sýnatöku og tóku bátar þeirra sýni á fimm stöðvum í Breiðafirði vorið 2003. Náttúrustofan tók við sýnunum, gerði ýmsar mælingar á hörpuskelinni og tegundasamsetningu á hverri stöð og setti í geymslu vefjasýni úr hörpudiskum, sem hægt verður að nota til erfðarannsókna síðar ef ástæða þykir til.

Hörpuskel