Magnús Magnússon 1999

Magnús Magnússon 1999

Náttúrustofan hefur stundað rannsóknir á mökunarkerfi minksins með það að markmiði að kanna hversu margir feður eru að hverju minkagoti. Minkar eru lauslátir og almennt er talið að flestir steggir flakki um á fengitíma til að makast við sem flestar læður. Fræðilega séð er því líklegt að hver systkinahópur geti átt fleiri en einn föður en algengi þess hefur þó aldrei fyrr verið rannsakað hjá villtum minkum. Veiðimenn hafa m.a. sent Náttúrustofunni minkafjölskyldur (móður með hvolpa), help sem vefjasýni hafa verið tekin úr. Þau eru svo notuð í erfðarannsóknir þar sem greint er hversu margir feður eru að hverju goti. Erfðaefnið hefur verið einangrað úr sýnum og framundan er endanleg greining á þeim.

Mökunarkerfi minka