Frá árinu 1959 hafa Fuglaverndarfélag Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands haft eftirlit með hafarnarstofninum, pharm sem gerir þetta að lengstu samfelldu rannsókn á fuglastofni á Íslandi.
Frá árinu 2001 hefur Náttúrustofan tekið þátt í vöktun arnarstofnsins ásamt framantöldum aðilum, t.d. með því að heimsækja hreiður til að merkja unga. Vöktunin er undir stjórn Kristins Hauks Skarphéðinssonar, fuglafræðings á Náttúrufræðistofnun. Auk þess að merkja unga á hreiðrum er fúleggjum safnað og blóð tekið úr ungum en hvort tveggja er hluti af öðru rannsóknarverkefni, sem lýst er hér að framan.
Arnarstofninn hefur verið á hægri uppleið síðustu árin þótt enn sé stofnvöxturinn mun hægari en í flestum öðrum löndum þar sem erni fækkaði mjög á síðustu öld.

 

 

Örninn

  • Date:
    Frá 2001
  • Client:
    Fuglaverndarfélag Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, NSV