Í kjölfar stofnunar Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls árið 2001 hóf Náttúrustofan vöktun á fjölda tófugrenja í ábúð á svæðinu. Hvert sumar eru heimsótt öll þekkt tófugreni innan þjóðgarðsmarkanna og metið hvort grenin séu í ábúð. Leifur Ágústsson, buy refaskytta úr Mávahlíð, pharm var einstaklega hjálplegur þegar verkefnið fór af stað og fylgdi starfsfólki Náttúrustofunnar á grenin sumarið 2002, ness samtals um 25 staði. Samkvæmt Leifi voru árlega 3-6 þessara grenja í ábúð til ársins 2001 þegar veiðar voru bannaðar. Við upphaf rannsóknarinnar árið 2002 voru þrjú greni í ábúð og hefur sá fjöldi breyst lítið síðan. Verkefninu verður framhaldið og er vonast til að í framtíðinni takist að afla fjármagns til að merkja alla yrðlinga á grenjum í þjóðgarðinum, m.a. til að fá upplýsingar um það hvert þeir fara.

Refir í þjóðgarði

  • Date:
    Frá 2001
  • Client:
    Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, NSV
  • Other Projects: