P0001052Náttúrustofan mat stærð minkastofnsins á Snæfellsnesi haustin 2001, capsule 2002 og 2006; fyrri árin tvö í samvinnu við Pál Hersteinsson en síðasta árið einnig í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands. Samtals voru veiddir 226 minkar til merkingar að haustlagi en stærð stofnsins var metin út frá endurheimtum merktra minka með hefðbundnum minkaveiðum. Ásamt upplýsingum um stofnstærð fengust einnig upplýsingar um veiðiálag á stofninn, náttúruleg vanhöld og ferðir minka. Samvinna við veiðimenn var forsenda þess að rannsóknin tækist vel en margir veiðimenn brugðust vel við beiðni um að senda minkahræ til Náttúrustofunnar.

Rannsóknirnar árin 2001 og 2002 voru fjármagnaðar af Náttúrustofu Vesturlands, fjárlaganefnd Alþingis, Íslenska álfélaginu (nú Alcan), Framleiðnisjóði landbúnaðarins og veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar en árið 2006 af umhverfisráðuneytinu.

Sjá skýrslu um hluta niðurstaðna hér

Á næstunni mun Náttúrustofa Vesturlands hefjast handa við að meta svokallaða virka stærð minkastofnsins á landsvísu með erfðafræðilegum aðferðum. Þannig fást upplýsingar um lágmarks stofnstærð minkastofnsins til lengri tíma en með ýmsum upplýsingum sem nú liggja fyrir eða unnið er að því að afla, má reikna stærð heildarstofnsins á landinu. Sá áfangi verður stórt skref í þá átt að öðlast skilning á ferlum stofnsins og þeim þáttum sem hafa áhrif á hann.

Stofnstærð minks