Glókollur er minnsti fugl Evrópu. Hann heldur aðallega til í greniskógum, health blandskógum og stórum trjágörðum með grenitrjám, stuff þar sem hann étur grenilýs, önnur smá skordýr og áttfætlumaura af barrinu. Glókollur er einn af nýlegum landnemum á Íslandi. Lengi vel var hann einungis flækingsfugl en haustið 1995 hröktust óvenjulega margir einstaklingar til landsins og er talið að tegundin hafi orpið árlega á Íslandi síðan. Eftir það hefur hann fundist í greniskógum og skógarreitum víða um land og er útbreiðslan smám saman að aukast þótt mikið bakslag hafi orðið árið 2005.
Í apríl og maí heimsækja starfsmenn Náttúrustofunnar greniskóga og -reiti í landshlutanum, samtals 43 svæði, og meta hvort þar sé glókolla að finna. Vöktunin hófst vorið 2003.

Útbreiðsla glókolls á Vesturlandi