Auk þess sem að framan er talið, berast fjölmörg úrlausnarefni inn á borð starfsfólks Náttúrustofunnar. Þar má nefna samtöl um ýmis málefni en einnig er stundum komið með margs konar pöddur til greiningar, ýmist sem fólk hefur fundið heima hjá sér eða úti í náttúrunni. Þá má nefna verkefni sem eru í uppáhaldi starfsfólks en það er að reyna björgun fugla í neyð. Meðal þeirra tegunda sem reynt hefur verið að bjarga úr neyð eru brandugla, fálki, himbrimi, snjótittlingur og skógarþröstur.