Náttúrustofa Vesturlands (NSV) – West Iceland Nature Research Center

  • Miðlun
    • Fréttir
    • Skýrslur og greinargerðir
    • Ritaskrá
    • Umhverfishópur
    • Fróðleikur
    • Tenglar
  • Verkefni
    • Almennt
    • Grunnrannsóknir
    • Þjónustuverkefni
  • Náttúrustofan
    • Lög
    • Reglugerðir
    • Hlutverk
    • Náttúrustofur
    • Um NSV
    • Stjórn NSV
    • Starfsfólk
  • Starfsfólk
Forsíða Miðlun Fréttir ársins 2003

24. nóvember 2003

Fiðrildið skrautygla í Stykkishólmi

Föstudaginn 24. október fann Davíð Sveinsson, sales starfsmaður Skipavíkur í Stykkishólmi, hospital fiðrildi á gangstétt við fyrirtækið. Hann kannaðist ekki við að hafa séð svona fiðrildi áður og kom því með það til greiningar á Náttúrustofu Vesturlands. Ekki tókst að greina það strax og var það því sent til Erlings Ólafssonar á Náttúrufræðistofnun Íslands. Kom þá í ljós að um var að ræða skrautyglu ( Phlogophora meticulosa ), shop sem fundist hefur þó nokkrum sinnum sem flökkufiðrildi hér á landi og vitað er til að a.m.k. einu sinni hafi hún tímgast. Hún er stórt næturfiðrildi með vænghaf 46-50 mm og öll ljós á lit.

Skrautygla finnst í Evrópu, N.-Afríku og V.-Asíu en þetta eintak hefur sennilega borist með göngu einstaklinga þessarar tegundar, sem talið er að hafi komið hingað til lands 13. október, fyrst til Suðausturlands en breiddist síðar vestur eftir landinu. Náttúrustofan tekur gjarnan við eintökum athyglisverðra skordýra og annarra dýra og aðstoðar við greiningu þeirra.

Fleiri myndir af skrautyglu .

Heimildir:

  • Erling Ólafsson og Hálfdán Björnsson 1976. Þrjú flökkufiðrildi tímgast á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 46: 200-208.
  • Erling Ólafsson, persónulegar upplýsingar.

 

11. nóvember 2003

Branduglu bjargað úr neti

Helgi Bergsson fann í dag branduglu, sem hafði flækt sig kirfilega í grásleppunetatrossu í Stykkishólmi. Hann skar fuglinn úr netinu og kom með á Náttúrustofuna til að ná þéttustu þráðunum af fuglinum. Eftir það var uglunni sleppt aftur í útjaðri bæjarins. Hún var hin hressasta og virtist ekki hafa orðið meint af. Vegna mikils músagangs þessa dagana er ekki ólíklegt að branduglur þrífist vel um þessar mundir.

 

1 . október 2003

Gráhegrinn mættur

Gráhegrar eru aftur farnir að sjást víða um land. Fyrsta tilkynningin um gráhegra við Stykkishólm kom frá Ingu Eyþórsdóttur en hún sá gráhegra í fjöru neðan við hesthúsin þann 16. október. Starfsmaður Náttúrustofunnar sá svo aftur gráhegra við Nesvog sunnudaginn 19. október, litlu norðar en sá fyrri (sá sami?) sást.

Tekið er á móti upplýsingum um óvenjulega og/eða sjaldgæfa fugla á Náttúrustofu Vesturlands.

 

15. október 2003

Drög að Náttúruverndaráætlun kynnt

Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, lagði fram drög að Náttúruverndaráætlun 2004-2008 á Umhverfisþingi, sem haldið var dagana 14.-15. október í Reykjavík. Eftir undirbúning Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar, stóð val umhverfisráðuneytisins um 75 svæði sem lagt var til að friða með einum eða öðrum hætti. Þar af voru valin 14 svæði, sem friðuð verða á næstu fimm árum, fáist áætlunin samþykkt á Alþingi. Undirbúningur hefur verið faglegur og m.a. byggt á aðferðafræði sem þróuð var á áðurnefndum stofnunum. Meira….

 

30. sept 2003

Fiskaskoðun 5. bekkjar

Fyrr í mánuðinum heimsótti 5. bekkur Grunnskólans í Stykkishólmi Náttúrustofu Vesturlands.  Þau skoðuðu steinbít, keilu, þorsk, ýsu, sólkola, sandkola, rauðsprettu, tindaskötu og loðnu.  Einnig fylgdust þau með því þegar forstöðumaður Náttúrustofunnar, Róbert A. Stefánsson, krufði karfa.  Sérstaklega áhugavert þótti þeim að sjá karfaheila.  Þá voru þau frædd um fiska, líkamsbyggingu þeirra og lifnaðarhætti.

 

26. ágúst 2003

Fleiri Kóngasvarmar

Ýmsar tilkynningar um að sést hafi til kóngasvarma hafa borist Náttúrustofu Vesturlands.  Margar spurningar vakna við þessa óvenjulegu sjón og hefur Jón Már Halldórsson, líffræðingur, svarað nokkrum þeirra á vísindavef Háskóla Íslands .  Eftirfarandi spurningar og svör ásamt meðfylgjandi mynd er að finna á vísindavefnum.

„Hvernig fiðrildi er kóngasvarmi? Er það eitrað eða hættulegt? Lifir það á Íslandi?
Kóngasvarmi ( Agrius convolvuli , e. Convolvulus Hawk-moth), stundum nefnt kóngafiðrildi, er ekki hluti af íslenskri skordýrafánu en berst hingað stundum sem flækingur.

Kóngasvarmar eru næturdýr og eru þess vegna á ferli eftir að skyggja tekur. Þeir lifa á blómasafa eins og önnur fiðrildi og eru afar stórir miðað við íslensk skordýr, vænghafið getur verið 9-13 cm. Kóngasvarmar geta haldið sér kyrrum á lofti fyrir framan blóm og stinga löngum rana inn í þau til að sjúga blómasafann. Þeir þurfa því ekki að setjast á bló mið og minna þannig á fugla, sérstaklega kólibrífugla. Fiðrildaættin sem kóngasvarminn tilheyrir, svarmaætt (Sphingidae), er í samræmi við það kölluð „Hummingbird moth“ á ensku. Kóngasvarmar eru með öllu skaðlausir og er engin ástæða til að hræðast þá


Þau dýr sem finnast hér á landi hafa að öllum líkindum borist frá Evrópu. Tíðafar í álfunni hefur verið afar hagstætt fyrir kóngasvarmann og suðlægir vindar undanfarnar vikur hafa flutt fjölda einstaklinga hingað norður eftir. Búsvæði kóngasvarmans er víðáttumikið, það nær til Afríku, Asíu, Eyjaálfu auk Suður-Evrópu. Kóngasvarmar ferðast árstíðabundið norðar í Evrópu, meðal annars til Bretlandseyja, en fjölga sér þar ekki. Borist hafa tilkynningar um þessi fiðrildi víða að af landinu eftir 9. ágúst, svo sem frá Stykkishólmi, Blönduósi, höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og Neskaupsstað.“

Að auki kom fram í Morgunblaðinu, laugardaginn 23. ágúst sl. að fiðrildið hafi sést á Vestfjörðum og starfsmaður Náttúrustofu Vesturlands sá eitt á sunnanverðu Snæfellsnesi.  Einnig hefur Náttúrustofan fregnir af því að dauður kóngasvarmi hafi fundist á Rifi á Snæfellsnesi.

 

20. ágúst 2003

Kóngasvarmar í Stykkishólmi

Náttúrustofu Vesturlands barst tilkynningu um stór fiðrildi í húsagarði við Ásklif 11 í Stykkishólmi í gærkvöldi upp úr kl. 22. Heimilisfólkið fylgdist þá með 5 stykkjum á blómstrandi skógartoppi og benti lýsingin til kóngasvarma ( Agrius convolvuli ). Þegar starfsmaður Náttúrustofunnar mætti á staðinn voru fiðrildin farin en tveir kóngasvarmar birtust svo aftur skömmu síðar.

Um er að ræða fiðrildi sem flækst hefur hingað frá Evrópu. Það er næturfiðrildi, þ.e. er fyrst og fremst á ferðinni eftir að skyggja tekur. Kóngasvarmar lifa á blómasafa eins og önnur fiðrildi. Þeir geta andæft fyrir framan blóm, stungið rananum inn í þau til að sjúga blómasafann og þurfa því ekki að setjast á blómið. Þetta atferli og líkamsbygging þeirra (þykkur búkur) gerir það að verkum að kóngasvarmar minna á kólibrífugla þegar þeir éta og hafa verið misgreindir sem slíkir.

Þessi fiðrildi í Stykkishólmi eru hluti af göngu þessarar tegundar sem nú er á landinu. Náttúrustofan hefur upplýsingar um að frá 9. ágúst hafi fundist eintök í Reykjavík, Garðabæ, Selfossi, Neskaupstað, Blönduósi og nú síðast Stykkishólmi.

Til gamans fylgja myndir af kóngasvörmum. Hafið augun opin og vinsamlegast látið vita í s. 898 6638 ef þið sjáið fleiri svona kvikindi. Af gefnu tilefni skal það tekið fram að fiðrildin eru með öllu skaðlaus og er ástæðulaust að hræðast þau.

 

20. júní 2003

Smábátahöfnin í Stykkishólmi fær Bláfánann (frétt af heimasíðuLandverndar )

Föstudaginn 13. júní 2003 afhenti Landvernd smábátahöfninni í Stykkishólmi Bláfánann við hátíðlega athöfn. Smábátahöfnin í Stykkishólmi sótti um að fá að flagga „Bláfánanum“ í sumar. Bláfáninn er alþjóðlegt merki fyrir hafnir sem uppfylla ströng skilyrði í umhverfis- og öryggismálum.

Það eru alþjóðasamtökin Foundation for Environmental Education, sem Landvernd á aðild að, sem standa að baki þessu merki. Íslensk dómnefnd fór yfir umsóknirnar frá viðkomandi hafnarstjórnum og í apríl voru þær lagðar fyrir evrópska dómnefnd sem samþykkti Bláfánann til Stykkishólm.

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir formaður Landverndar flutti ávarp og afhenti hafnarstjórn fánann. Síðan flutti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra varp og þakkaði Landvernd fyrir að sjá um Bláfánann á Íslandi og stuðla þannig að bættri umgengi og meira öryggi í höfnum landsins. Smábátahöfnin í Stykkishólmi er fyrsta höfnin til að hljóta þessa alþjóðlegu viðurkenningu hér á landi.

 

5. júní 2003

Grátrana í Borgarfirði

Tilkynning barst frá Sigmundi Ásgeirssyni um að GRÁTRANA hefði sést í gær á Hvítárvöllum í Borgarfirði. Grátrana er stór fugl, hæð 110-120 cm og vænghaf 220-245 cm. Að sögn er þessi fugl spakur og glæsilegur. Ef þið eigið leið um svæðið, hafið þá augun hjá ykkur. Gaman væri að fá fleiri fréttir af fuglinum.

Róbert A. Stefánsson

(Teikning: Steen Langvad, úr Fuglar á Íslandi og öðrum eyjum í Norður Atlantshafi)

Glókollur ( Regulus regulus ) er minnsti fugl Evrópu. Hann heldur aðallega til í greniskógum, blandskógum og stórum trjágörðum með grenitrjám, þar sem hann étur grenilýs, önnur smá skordýr og áttfætlumaura af barrinu. Glókollur er einn af nýlegum landnemum á Íslandi. Lengi vel var hann einungis flækingsfugl en haustið 1995 hröktust óvenjulega margir einstaklingar til landsins og talið er að tegundin hafi orpið árlega á Íslandi síðan. Eftir það hefur hann fundist í greniskógum og skógarreitum víða um land að undanskildum Vestfjörðum og Norðurlandi.

 

28. maí 2003

Glókollurinn að breiðast út

Glókollur ( Regulus regulus ) er minnsti fugl Evrópu. Hann heldur aðallega til í greniskógum, blandskógum og stórum trjágörðum með grenitrjám, þar sem hann étur grenilýs, önnur smá skordýr og áttfætlumaura af barrinu.Glókollur er einn af nýlegum landnemum á Íslandi. Lengi vel var hann einungis flækingsfugl en haustið 1995 hröktust óvenjulega margir einstaklingar til landsins og talið er að tegundin hafi orpið árlega á Íslandi síðan. Eftir það hefur hann fundist í greniskógum og skógarreitum víða um land að undanskildum Vestfjörðum og Norðurlandi.

Náttúrustofa Vesturlands í Stykkishólmi rannsakaði í vor útbreiðslu glókolls á Vesturlandi. Í apríl og maí heimsóttu starfsmenn Náttúrustofunnar sitkagreniskóga og -reiti í landshlutanum. Samtals var um að ræða 27 svæði en að auki voru heimsóttir 7 skógræktarreitir sem ekki voru á listanum og því samtals 34 svæði. Vart varð við glókolla á 10 svæðum. Sex þeirra voru í Borgarfjarðarsýslu, þrjú við suðausturjaðar Mýrasýslu og eitt í Sauraskógi í Helgafellssveit á norðanverðu Snæfellsnesi. Tegundin er orðin algeng á sumum svæðanna.

Mjög líklegt er að útbreiðsluaukning glókolla á Íslandi haldi áfram á næstu árum og hyggst Náttúrustofa Vesturlands fylgjast grannt með henni á Vesturlandi. Allar frekari upplýsingar um glókolla á Vesturlandi eru þegnar með þökkum.

Róbert A. Stefánsson og Sigrún Bjarnadóttir  (ljósmynd: Daníel Bergmann) 

 

5. febrúar 2003

Fiskaskoðun 3. bekkjar GSS

Sigurborg Sturludóttir, kennari 3. bekkjar í Grunnskólanum í Stykkishólmi, kom með krakkana sína í heimsókn á Náttúrustofuna síðastliðinn fimmtudag (30. janúar). Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um fiska. Krufinn var þorskur og helstu líffæri skoðuð. Krökkunum fannst sniðugt að finna m.a. kuðungakrabba í maga þorskanna tveggja sem opnaðir voru, enda höfðu þau skoðað lifandi kuðungakrabba á Náttúrustofunni rúmri viku fyrr. Auk þorsks voru til sýnis fersk eintök af ýsu, karfa, skarkola, steinbít og tindaskötu. Krakkarnir tóku fiskana með sér í skólann, þar sem ætlunin var að nota þá til að útbúa listaverk

 

24. janúar 2003

Gráhegrarnir tóra enn

Starfsfólk Náttúrustofu Vesturlands sá 5 gráhegra í vari fyrir norðanáttinni sunnan Búðaness í Stykkish ólmi, miðvikudaginn 21. janúar. Að líkindum er um sömu 5 fugla að ræða og sáust við Landeyjarsund í fyrri hluta nóvember.

Talið er að 20-50 gráhegrar dvelji að jafnaði á Íslandi yfir vetrartímann (Ævar Petersen, 1998. Íslenskir fuglar. Vaka-Helgafell) og eru þeir árlegir gestir við Breiðafjörð. Miðað við fjölda tilkynninga um gráhegra á landinu í haust og vetur er líklegt að þeir séu nokkru fleiri en 50 þetta árið. Gaman væri ef hegrarnir reyndu varp á landinu en venjulega hverfa þeir af landi brott þegar líður að vori. Ekki er vitað til að varp hafi nokkru sinni verið reynt en erlendis verpa gráhegrar í trjám.

 

23. janúar 2003

Skólaheimsókn á Náttúrustofuna

Krakkar í 1.-5. bekk Grunnskólans í Stykkishólmi heimsóttu Náttúrustofu Vesturlands miðvikudaginn 22. janúar. Þar sýndi starfsfólk Náttúrustofunnar brot af því lífríki sem finna má á botni Breiðafjarðar og fræddu börnin um lifnaðarhætti dýranna. Þarna mátti sjá krabba, krossfiska, samlokur, sæbjúgu, sæsnigla, burstaorma, fiska o.fl. Stærstum hluta dýranna höfðu skipverjar á Kristni Friðrikssyni safnað deginum áður en hluta dýranna söfnuðu starfsmenn Náttúrustofunnar við Stykkishólm. Lifandi dýrin vöktu kátínu og hrifningu unga fólksins.

 

9. janúar 2003

Fuglatalning

Náttúrustofa Vesturlands tók í þriðja skipti þátt í árlegri vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem fram fór 5. janúar síðastliðinn. Talin voru þrjú samliggjandi svæði í Kolgrafa- og Hraunsfirði, eða frá Eiði í Kolgrafafirði að nyrðri brúnni yfir Hraunsfjörð. Taflan sýnir þær tegundir sem sáust og fjölda af hverri þeirra.

Svipaður fjöldi tegunda sást í þessari talningu og í talningunum árin 2000 og 2001. Helstu breytingar frá fyrri árum voru að nú sáust fleiri einstaklingar en áður. Þá sáust í fyrsta skipti himbrimi, hettumáfur og rita. Ekki sást snjótittilingur örn eða smyrill. Athygli vekur mikill hópur tjalda, sem var á leiru í Hraunsfirði. Meirihluti íslenska tjaldastofnsins flýgur til Bretlandseyja á haustin en hluti hans dvelur í fjörum á Suðvestur og Vesturlandi eða 2-3 þúsund skv. Fuglum Íslands eftir Ævar Petersen.

Hér má sjá samantekt fyrir svæðin þrjú, þ.e. svæðið frá Eiði í Kolgrafafirði að Hraunsfjarðarbrúnni 2001-2003.

Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is

www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar

Þessi vefur notar vafrakökur! Vafrakökur
Allur réttur áskilinn 2015 - Anok margmiðlun ehf
  • /Miðlun
    • /Fréttir
    • /Skýrslur og greinargerðir
    • /Ritaskrá
    • /Umhverfishópur
    • /Fróðleikur
    • /Tenglar
  • /Verkefni
    • /Almennt
    • /Grunnrannsóknir
    • /Þjónustuverkefni
  • /Náttúrustofan
    • /Lög
    • /Reglugerðir
    • /Hlutverk
    • /Náttúrustofur
    • /Um NSV
    • /Stjórn NSV
    • /Starfsfólk
  • /Starfsfólk