Fréttir ársins 2004
29. nóvember 2004
Silkitoppuganga
Silkitoppa ( Bombycilla garrulus ) er árlegur vetrarflækingur á Íslandi. Í haust hefur þó borið óvenjulega mikið á þessum fallega fugli og hafa tilkynningar um einn eða fleiri fugla komið úr flestum landshlutum. Í sumum tilfellum hefur jafnvel verið um tugi fugla að ræða og hefur Yann Kolbeinsson, tadalafil fuglaáhugamaður ( http://www.hi.is/~yannk/index-eng.html ), discount tekið þessar upplýsingar saman og áætlað að rúmlega 340 fuglar þessarar tegundar hafi sést á landinu í nóvember.
Silkitoppurnar koma að austan, cialis þar sem þær verpa í norðanverðu barrskógabeltinu. Mikil áraskipti eru í fjölda silkitoppu hér á landi en líkt og t.d. krossnefir, koma silkitoppur stundum til V-Evrópu í stórum hópum en önnur ár er tegundin mun sjaldséðari. Þessi gerð fars hefur stundum verið nefnd rásfar og hefur helst verið talin skýrast af fæðuskorti á vetrarstöðvunum eða jafnvel offjölgun í stofni fuglanna, þótt frekari rannsóknir vanti til að staðfesta það.
Silkitoppan er fallegur fugl á stærð við stara. Síðustu vikur hafa 1-3 slíkar sést í Grundarfirði, þar sem neðri myndin var tekin (Guðjón Elisson). Efri myndina tók Gaukur Hjartarson á Húsavík. Sjá má að Gaukur hafði sett epli á grein sem þær sóttu í en einnig er algengt að sjá silkitoppur tína ber, ef einhver eru enn eftir, af runnum og trjám . Náttúrustofa Vesturlands tekur gjarnan við upplýsingum um silkitoppur og aðra sjaldgæfa jafnt sem algengari fugla.
23. nóvember 2004
Náttúrustofa Vesturlands kynnti efni á glæsilegri ráðstefnu líffræðinga
Starfsfólk Náttúrustofu Vesturlands sótti um síðastliðna helgi ráðstefnuna “Líffræði – vaxandi vísindi”, sem Líffræðifélag Íslands og Líffræðistofnun Háskólans héldu í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Um var að ræða glæsilega ráðstefnu með rúmlega 400 þátttakendum, þar sem um 240 íslensk rannsóknaverkefni voru kynnt. Einsdæmi er á heimsmælikvarða að allir líffræðingar heillrar þjóðar séu leiddir saman á þennan hátt. Kynnti Náttúrustofan þar áhugaverðar niðurstöður nokkurra rannsóknaverkefna sinna, þriggja um minka og eins um mengun í íslenska haferninum. Vöktu rannsóknirnar athygli bæði meðal gesta og fréttamanna. Starfsmaður Náttúrustofunnar hlaut jafnframt veglega viðurkenningu fyrir framlög sín.
23. nóvember 2004
Mengunarefni draga úr varpárangri íslenska arnarstofnsins
Ný rannsókn á vegum Náttúrustofu Vesturlands, Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnunar Íslands sýnir að íslenski haförninn er talsvert mengaður af þrávirkum lífrænum efnum.
Örninn hefur verið alfriðaður í rúm 90 ár. Þrátt fyrir það er stofninn aðeins þriðjungur þess sem hann var á 19.öld. Hann er nú að ná sér aftur á strik en vöxturinn er þó mun hægari en í öðrum arnarstofnum í Evrópu. Erlendis hafa víða komið fram vísbendingar um að þrávirk lífræn mengunarefni hafi neikvæð áhrif á frjósemi ýmissa dýrategunda, þ.á.m. mannsins.
Ákveðið var að kanna hvort hægur vöxtur arnarstofnsins gæti að einhverju leyti skýrst af þessum efnum. Í því skyni var safnað fúleggjum arna og efnin mæld í þeim. Fyrstu niðurstöður eru sláandi, því sterk tengsl komu fram á milli varpárangurs einstakra arnarpara og efnastyrks í eggjum þeirra. Egg með háum efnastyrk komu að jafnaði frá arnarsetrum þar sem gengið hafði fremur illa að koma upp ungum á meðan egg með lágum styrk komu frá arnarsetrum þar sem varp hafði gengið vel á síðasta áratug.
Af einstökum efnum fannst mest af afleiðu skordýraeitursins DDT. Bannað hefur verið að nota efnið á Vesturlöndum í um þrjá áratugi og var það á sínum tíma sáralítið notað á Íslandi. Þetta tvennt sýnir annars vegar hversu þrávirk svona efni eru en hins vegar að þau flytjast langar leiðir með haf- og loftstraumum. Efnið er enn í notkun í fátækari löndum hitabeltisins. Þetta efni og önnur þrávirk lífræn mengunarefni valda því t.d. að ísbirnir á Svalbarða eru mjög margir ófrjóir og með veikt ónæmiskerfi. Það og þessar niðurstöður benda því til þess að efnin geti haft neikvæð áhrif á íslensk dýr ofarlega í fæðukeðjunni.
Stofnanirnar munu afla fleiri sýna og rannsaka þetta frekar.
8. nóvember 2004
Fræðslufyrirlestur um örninn
Næstkomandi miðvikudag, 10. nóvember, verður Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur fráNáttúrufræðistofnun Íslands , með fyrirlestur um örninn á vegum Náttúrustofu Vesturlands. Hann mun fara yfir sögu arnarstofnsins á Íslandi og verndun hans í 90 ár. Fjallað verður um þróun stofnstærðar, vöktun stofnsins, árekstra við hagsmuni mannsins o.fl. Mjög fróðlegur og skemmtilegur fyrirlestur. Fyrirlesturinn verður haldinn á 3. hæð ráðhúss Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3 í Stykkishólmi, kl. 20:00 . Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
4. nóvember 2004
Vistvænt heimilishald í kvöld kl. 20:00
Fyrirlestur Stefáns Gíslasonar um það hvernig íslensk heimili geta stuðlað að því að umhverfisvandamál heimsins vaxi okkur ekki yfir höfuð. Fjallað verður m.a. um: innkaup og siðgæði, umhverfismerkingar, ferðalög, orkusparnað, þvotta, þrif og jólahald. Fyrirlesturinn verður í ráðhúsi Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Náttúrustofa Vesturlands og Umhverfishópur Stykkishólms
13. október 2004
Köttur veiddi sjaldgæfan fisk
Kettir eru þekktir af öðru en fiskveiðum, enda forðast þeir alla jafna að blotna meir en nauðsyn krefur. Kötturinn Adidas í Stykkishólmi virðist þó vera undantekning frá því. Sunnudaginn 10. október kom eigandi hans, Hermann Guðmundsson, að honum í eldhúsinu heima hjá sér þar sem hann hafði nýlokið við að éta ferskan fisk. Það eina sem eftir var af fiskinum var hausinn. Þótti Hermanni hann vera undarlegu r og fór því með hann á Náttúrustofu Vesturlands, þar sem hann var greindur sem geirnef ( Scomberesox saurus ). Högninn Adidas hafði því gert góða ferð í fjöruna og ekki í fyrsta sinn, því hann hafði áður sést koma með fisk heim, t.d. eitt sinn spriklandi sp rettfisk.
Geirnefur er langvaxinn fiskur með framteygða skolta líkt og hornfiskar og getur náð allt að 50 cm lengd. Fæðan er ljósáta og önnur sviflæg krabbadýr. Geirnefir eru úthafsfiskar sem lifa í torfum við yfirborð. Þeir eiga heimkynni í hlýjum og heittempruðum sjó. Á sumrin ganga stórar torfur norður á bóginn allt norður í Barentshaf og stundum flækist geirnefurinn til Íslandsmiða. Geirnefur er sums staðar veiddur í reknet en hvergi í miklu magni.
20. september 2004
Engisprettan öll
Engisprettan, sem dvalið hefur í ráðhúsi Stykkishólmsbæjar síðastliðnar vikur, drapst á laugardaginn, 18. september. Hún hafði þá verið í umsjá Náttúrustofunnar og starfsfólks ráðhússins í tæpan mánuð eða frá 20. ágúst er hún kom með flutningaskipi frá Póllandi. Lengst af var hún í góðu yfirlæti og át vel af víðiblöðum, vínberjum og fleira góðgæti. Þá varp hún í búrið á tímabilinu. Engisprettan vakti verðskuldaða athygli þeirra sem áttu leið um húsið.
25. ágúst 2004
Engispretta í Stykkishólmi
Þann 20. ágúst kom Símon Sturluson, hafnarverndarmaður Stykkishólmshafnar, á Náttúrustofu Vesturlands með engisprettu. Hana hafði hann fundið í flutningaskipinu Jökulfelli við uppskipun á stórum plaströrum, sem flutt voru til landsins frá Gdansk í Póllandi. Engisprettan er stór (u.þ.b. 6 cm löng) og gullfalleg. Hún er af tegundinni Great Green Bush-cricket ( Tettigonia viridissima ) og er á lífi í glerbúri á Náttúrustofunni. Ólíklegt verður að telja að engisprettan hefði lifað lengi hefði hún sloppið út í íslenska síðsumarið að aflokinni hitabylgjunni.
25. ágúst 2004
Kóngasvarminn mættur í Stykkishólm á ný
Haustið 2003 kom mikill fjöldi einstaklinga af fiðrildategundinni kóngasvarma ( Agrius convolvuli ) til Íslands. Í Stykkishólmi sáust mest fimm einstaklingar í einu við skógartopp í garði Magdalenu Hinriksdóttur og Hjörleifs Kristins Hjörleifssonar við Ásklif. Nú ári síðar, nánar tiltekið þann 15. ágúst síðastliðinn, sást síðan einn kóngasvarmi á sama stað. Gaman verður að fylgjast með hvort frekara framhald verður á tilkynningum um kóngasvarma nú í haust.
23. júní 2004
Álft í smalamennsku
Eins og margir þekkja geta álftir verið aðgangsharðar við önnur dýr þegar kemur að vernd hreiðra sinna og unga. Í vikunni ók starfsfólk Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi fram á álft sem greinilega tók verndarhlutverk sitt mjög alvarlega, þar sem hún rak kind með lömbin sín tvö við Straumfjarðará í Eyja- og Miklaholtshreppi. Var álftin mjög aðgangshörð og beit margsinnis í afturenda kindarinnar. Hún lét ekki staðar numið fyrr en komið var í nokkur hundruð metra fjarlægð frá maka sínum og unga.
23. júní 2004
Sjaldgæfur fiskur við Stykkishólm
Sunnudaginn 20. júní barst Náttúrustofu Vesturlands eintak af fisktegund, sem líklega er fremur sjaldgæf við Íslandsstrendur. Um er að ræða stóru sænál ( Entelurus aequoreus) sem lifir á 5-100 m dýpi, mest í þarabeltinu. Tegundin finnst við strendur vesturhluta Evrópu frá Spáni til Noregs en við Ísland hefur hennar aðallega orðið vart við sunnan- og suðvestanvert landið. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Jónssyni, fiskifræðingi á Hafrannsóknastofnuninni, virðist sem sænálum hafi fjölgað mjög við Ísland á síðustu tveim árum og virðist útbreiðslan ná a.m.k. norður í Breiðafjörð en tegundarinnar hefur þó ekki áður orðið vart svo innarlega í firðinum.
Hrygnur stóru sænálar geta orðið allt að 60 cm langar en hængarnir 40 cm. Sænálar eru langvaxnir, sívalir fiskar þaktir beinplötum. Á enda framteygðrar trjónu er smár munnur, sem vinnur eins og sogrör við veiðar á smádýrum. Umrætt eintak er 31 cm langt og kom í grásleppunet við Landey við Stykkishólm. Veiðimaðurinn heitir Kristján Kristjánsson og er úr Stykkishólmi.
22. júní 2004
Varasamar plöntutegundir
Ákveðnar plöntutegundir eiga það til að vera ágengar, þ.e.a.s. breiðast mjög hratt út og kæfa annan gróður. Oft eiga þessar tegundir það sammerkt að hafa verið fluttar til landsins, markvisst eða óviljandi. Innfluttar tegundir eru taldar ein helsta ógnin við varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni, vegna þess að sumar þeirra eyða náttúrulegum gróðri. Þessar ágengu tegundir geta umbylt vistkerfum og samfélögum og haft margvísleg áhrif á einstakar tegundir með afráni, samkeppni, sjúkdómum eða kynblöndun. Áhrifin eru oft óafturkræf og afleiðingarnar varanlegar.
Á Íslandi er alaskalúpínan ( Lupinus nootkatensis ) langþekktust ágengra tegunda. Lúpínan er mjög öflug landgræðslujurt, og getur grætt upp víðáttumiklar auðnir á skömmum tíma í höndum þeirra sem með hana kunna að fara. Á hinn bóginn ber að varast að setja hana í eða nálægt grónu landi, sem mönnum er annt um, því ef hún kemst í mólendi leggur hún það undir sig smátt og smátt og eyðir úr því öllum gróðri. Önnur jurt hefur geyst fram á sjónarsviðið á allra síðustu árum og virðist jafnvel geta verið enn skæðari en lúpínan. Þetta er skógarkerfill ( Anthriscus sylvestris ), sem er fyrst getið í nágrenni Akureyrar á 3. áratug síðustu aldar, en er nú löngu orðinn ílendur og er farinn að dreifa sér ört út á eigin spýtur. Hann sækir mjög í að mynda samfelldar breiður sem ekkert fær stöðvað. Skepnur bíta hann lítið, og hann vex einnig vel í skugga og þekur stundum skógarbotna.
Báðar áðurnefndar tegundir eru nú farnar að ógna gróðurlendum á Snæfellsnesi eins og víðar. Eitthvert besta/versta dæmið á svæðinu má sjá í Ólafsvík, þar sem lúpína og skógarkerfill mynda samfelldar og áberandi breiður ofan Ólafsbrautar og hafa eytt náttúrulegum gróðri. Breiðurnar eru sérlega áberandi um þessar mundir, á meðan tegundirnar eru í blóma. Í Stykkishólmi eru sams konar breiður ört vaxandi víða um bæjarlandið. Eitt af vandamálunum er að báðar jurtirnar eru fallegar í blóma og lífga oft upp á lit umhverfisins en íslensku jurtirnar eru oft smágerðar og lítt áberandi þeim sem ekki hafa augun sérstaklega opin fyrir þeim. En enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og vonandi geta allir verið sammála um að veruleg eftirsjá væri af íslensku tegundunum og lítil fjölbreytni í því að hafa aðeins tvær plöntutegundir utan garða. Þótt framtíðarmyndin sé e.t.v. ekki svo svört er ljóst að um verulegt vandamál er að ræða.
Fyrir þá sem vilja bregðast við er mikilvægt að rífa upp eða slá plönturnar áður en þær mynda fræ að lokinni blómgun, til koma í veg fyrir fræuppskeru ársins. Þetta þarf að endurtaka árlega þar til fræforðinn í jarðveginum er á þrotum.
Róbert A. Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands.
Heimildir:
-
www.floraislands.is
-
Þóra Ellen Þórhallsdóttir (2001). Hverjar, hvar og hvernig? Tilgátur og kenningar um útbreiðslu innfluttra tegunda í nýjum heimkynnum. Útdráttur úr erindi sem flutt var á ráðstefnu Líffræðifélags Íslands í Norræna húsinu, 7. apríl 2001.
25. maí 2004
Fúlatjörn hreinsuð
Fúlatjörn er andapollur Hólmara í útjaðri bæjarins, á milli hesthúsanna og RARIK. Hún blasir við sjónum þegar ekið er inn í og út úr bænum. Í dag, þriðjudag, réðst hópur ungra dugnaðarforka í það verkefni að hreinsa tjörnina. Þetta voru nemendur í 8. og 9. bekk grunnskólans ásamt umsjónarkennara og forstöðumanni Náttúrustofu Vesturlands en verkið var unnið eftir ábendingu Umhverfishóps Stykkishólms. Fjöldi ónýtra bíldekkja og annað drasl setti ljótan svip á annars fallegan stað og var því um frábært framtak að ræða. Bæjarstarfsmenn aðstoðu við að fjarlægja tank úr miðri tjörninni og fluttu í burt allt drasl sem safnaðist. Meðfylgjandi myndir sýna tjörnina fyrir og eftir hreinsun og fólk að starfi.
![]() |
![]() |
---|
24. maí 2004
Glókollurinn heldur áfram að breiðast út
Glókollur ( Regulus regulus ) er minnsti fugl Evrópu. Hann heldur aðallega til í greniskógum, blandskógum og stórum trjágörðum með grenitrjám, þar sem hann étur grenilýs, önnur smá skordýr og áttfætlumaura af barrinu. Glókollur er einn af nýlegum landnemum á Íslandi. Lengi vel var hann einungis flækingsfugl en haustið 1995 hröktust óvenjulega margir einstaklingar til landsins og talið er að tegundin hafi orpið árlega á Íslandi síðan.
Náttúrustofa Vesturlands í Stykkishólmi rannsakaði í vor útbreiðslu glókolls á Vesturlandi eins og vorið á undan. Í apríl og maí heimsótti starfsmaður Náttúrustofunnar alla helstu greniskóga og -reiti í landshlutanum og fundust glókollar nú á meira en helmingi svæðanna eða 25 af 45. Samtals eru glókollar nú komnir á 15 af 21 svæði í Borgarfjarðarsýslu, 7 af 13 í Mýrasýslu, tvö af 8 í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og eitt svæði af þremur í Dalasýslu. Glókollur fannst nú í fyrsta skipti að vorlagi á 8 þessara svæða og hefur útbreiðslan aukist nokkuð á síðastliðnu ári.
Mjög líklegt er að útbreiðsluaukning glókolla á Íslandi haldi áfram á næstu árum og hyggst Náttúrustofa Vesturlands fylgjast grannt með henni á Vesturlandi. Allar frekari upplýsingar um glókolla á Vesturlandi eru þegnar með þökkum.
Róbert A. Stefánsson og Sigrún Bjarnadóttir
11. maí 2004
Heimsókn 9. bekkjar GSS
Nemendur 9. bekkjar Grunns kólans í Stykkishólmi heimsóttu í morgun Náttúrustofuna. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um fiska, en Róbert sýndi krökkunum ýmsar fisktegundir og fræddi þau um líffræði þeirra. Nemendur tóku þátt í að kryfja þorska og skoðuðu í þeim líffærin.
![]() |
![]() |
---|
3. maí 2004
Fundur um málefni arnarins
Fimmtudaginn 29. apríl boðaði umhverfisráðuneytið til fundar í Stykkishólmi. Tilgangurinn var að ræða við fulltrúa Náttúrufræðistofnunar Íslands, Náttúrustofu Vesturlands, Fuglaverndar og æðarbænda um framkomið frumvarp um breytingar á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Frumvarpið var sett fram til að treysta verndun hafarnarins og er í raun svar umhverfisráðherra við dómi Hæstaréttar í apríl 2003, þar sem einstaklingur var sýknaður af því að hafa skemmt hreiðurstað arnar. Varðandi örninn og verndun hans eru helstu breytingarnar þær að hluti texta úr reglugerð, sem í gildi hefur verið síðan árið 1996, er færður í lagatextann. Hann felur m.a. í sér að ekki megi koma nær hreiðrum arna en 500 m á tímabilinu 15. mars til 15. ágúst nema brýna nauðsyn beri til, svo sem vegna lögmætra nytja. Að auki er gert ráð fyrir að bannað verði að raska varpstöðum arna, hvort sem þeir eru í notkun eða ekki. Þess misskilnings hefur gætt í umræðunni að umferðarbannið eigi við um alla varpstaði, hvort sem þeir eru í notkun eður ei en þarna er aðeins verið að tala um hreiður sem í notkun eru hverju sinni.
Frá frumvarpinu barst umræðan m.a. að eftirliti Náttúrufræðistofnunar Íslands með arnarstofninum, sem æðarbændur hafa kvartað nokkuð undan. Niðurstaðan varð að Náttúrufræðistofnun Íslands ræddi við æðarbændur um mögulega lausn á þeirri deilu.
Allir fundarmenn fengu tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og lýstu þeir ánægju sinni með það að boðað skyldi vera til fundarins. Vonast er til að þessi fundur hafi verið skref í þá átt að friður náist um verndun og vöktun arnarstofnsins.
Róbert A. Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands
21 . apríl 2004
Heimsókn 3. bekkjar GSS
Í morgun kom 3. bekkur GSS í heimsókn á Náttúrustofuna. Krakkarnir fengu að klappa sel, skoða ýmsar tegundir af fiskum og fylgjast með þegar Róbert krufði karfa. Þá fengu þau að skoða uppstoppaða fugla og mink. Krakkarnir sýndu mikinn áhuga og höfðu ýmsar spurningar fram að færa. Starfsfólk Náttúrustofunnar þakkar krökkunum þeirra kærlega fyrir skemmtilega heimsókn.
![]() |
![]() |
15. apríl 2004
Stofnun Umhverfishóps Stykkishólms
Stofnaður hefur verið Umhverfishópur Stykkishólms en það er áhugamannafélag sem opið er öllum þeim er vilja láta sig umhverfið varða. Markmið félagsins eru eftirfarandi:
1) Að félagsmenn líti í eigin barm:
a. Leitist við að haga lífi sínu þannig að athafnir þeirra valdi sem minnstum spjöllum á umhverfinu.
b. Fái ráðgjöf og stuðning hver frá öðrum.
2) Að skipuleggja og framkvæma afmörkuð verkefni sem fegra og bæta umhverfi Stykkishólms, t.d. hreinsun strandlengjunnar, gróðursetning, landgræðsla og gerð/stikun göngustíga.
3) Að stuðla að aukinni umhverfisvitund íbúa samfélagsins með því að:
a. Skrifa pistla í fjölmiðla um afmörkuð efni.
b. Útbúa og/eða dreifa bæklingum og dreifibréfum um umhverfismál og náttúruvernd.
c. Standa fyrir opnum fyrirlestrum um umhverfismál.
Öll starfsemi hópsins skal vera í samræmi við stefnu og viðmið Staðardagskrár 21 og Green Globe 21.
Starfsemi félagsins miðast við að um áhugamannafélag er að ræða og mun þátttaka ráðast af getu og vilja hvers og eins. Fundir verða haldnir mánaðarlega, fyrsta fimmtudag hvers mánaðar að öllu óbreyttu.
Á stofnfundi félagsins, 31. mars síðastliðinn, var kosin þriggja manna stjórn, sem í sitja þau Menja von Schmalensee (formaður), Ásgeir Gunnar Jónsson (varaformaður) og Lárus Á. Hannesson (ritari).
Áhugamenn um umhverfismál eru hvattir til að skrá sig í félagið en þeir sem skrá sig fyrir næsta fund (6. maí) gerast þar með stofnfélagar. Áhugasamir hafi samband við Menju á Náttúrustofu Vesturlands ( menja@nsv.is ).
F.h. stjórnar,
Menja von Schmalensee
24. mars 2004
Tvíkynja þorskar
Nýverið bárust Náttúrustofunni kynkirtlar úr þorski, þar sem hrogn og svil voru samvaxin, þ.e. þorskurinn var tvíkynja. Fiskurinn hafði komið í veiðarfæri Þórsness SH-108 í mynni Breiðafjarðar síðastliðinn föstudag, 19. mars. Alla jafna eru tvíkynja þorskar afar sjaldgæfir en á heimasíðu Hafrannsóknarstofnunarinnar er sagt frá því að nýlega hafi henni borist tveir slíkir með nokkurra daga millibili. Þar má sjá myndir af fyrirbærinu á slóðinni http://www.hafro.is/undir.php?ID=19&nanar=1REF=3&fID=321.
24. mars 2004
Heimsókn leikskólabarna
Í dag fékk Náttúrustofan fleiri börn frá Leikskólanum í Stykkishólmi í heimsókn. Róbert sýndi þeim nokkrar tegundir af fiskum og þau fengu að klappa sel og mink. Menja fræddi þau um fugla og sýndi börnunum uppstoppaða fugla í eigu Náttúrustofunnar. Gaman var að sjá hve margar fugla- og fiskategundir þau þekktu. Starfsfólk Náttúrustofunnar þakkar krökkunum og leikskólakennurum þeirra kærlega fyrir skemmtilega heimsókn.
![]() |
![]() |
---|
4. mars 2004
Skýrsla um mink við Kolgrafafjörð
Náttúrustofa Vesturlands hefur gefið út áfangaskýrslu um rannsóknir sínar á mink við Kolgrafafjörð. Í kjölfar stjórnsýslukæru á matsskýrslu um umhverfisáhrif þverunar Kolgrafafjarðar þar sem fram komu áhyggjur af fjölgun minks með tilkomu stórgrýttrar vegfyllingar, setti umhverfisráðherra það skilyrði fyrir framkvæmdinni að Vegagerðin stæði fyrir rannsókn á áhrifum hennar á þéttleika minks á svæðinu. Náttúrustofan tók að sér verkefnið og fór fyrri hluti rannsóknarinnar fram haustið 2003. Niðurstöður hennar komu mjög á óvart en aðeins einn minkur notaði svæðið á rannsóknartímabilinu. Meðal annarra athyglisverðra niðurstaðna var sú staðreynd að langt fram eftir hausti var minkurinn nær eingöngu á músaveiðum en fór sjaldan í fjöruna, sem lengst af ársins er aðalbúsvæði minka við sjó. Skýrsluna má sjá í heild sinni á heimasíðu Náttúrustofu Vesturlands. Skýrsluna má sjá í heild sinni hér.
Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargatu 3, 340 Stykkishólmur
s. 433-8121
GSM 898-6638
Fax 438-1705
nsv@nsv.is
www.nesvottun.is
www.breidafjordur.is
www.ni.is
www.ust.is
www.hafro.is
www.fuglavernd.is
... fleiri tenglar