Álftafjörður leynir á sér
Rannsókn sem Náttúrustofa Vesturlands gerði fyrir Vegagerðina bendir til að náttúra Álftafjarðar á norðanverðu Snæfellsnesi sé merkilegri en áður var talið.
Náttúrustofan flokkaði og kortlagði vistgerðir í fjörum og á grunnsævi Álftafjarðar til að auðvelda mat á umhverfisáhrifum mögulegrar þverunar fjarðarins.
Helstu niðurstöðurnar voru þær að svæðið er að mestu samsett úr þremur jafnalgengum vistgerðum; marhálmsgræðum, kræklingaleirum og sandmaðksleirum, sem hver um sig var ríkjandi vistgerð á rúmlega 30% af ríflega 200 athugunarstöðvum.
Ný grein - Kærir óvinir meðal spendýra
Einstök gögn Náttúrustofu Vesturlands um minka, sem hér eru tvinnuð saman við heimildarannsókn, sýna að getan til að greina þekkta nágranna frá óþekktum flökkudýrum er …
Ágengum tegundum fjölgar og áhrif þeirra aukast
Út er komin ný grein um stöðu og stjórnun framandi og ágengra lífvera í Evrópu, sem birtist í vísindatímaritinu Global Change Biology. Tveir starfsmenn …
Háhyrningar fara á milli Íslands og Noregs
Út er komin vísindagrein í tímaritinu Marine Mammal Science, sem er afrakstur háhyrningarannsókna við Snæfellsnes. Hún segir frá því að háhyrningar sem sést hafa …
Náttúrustofa Vesturlands
Helstu verkefni
Náttúrustofa Vesturlands stundar vísindalegar rannsóknir á náttúrunni með áherslu á framandi og ágengar tegundir og vistfræði fugla og spendýra. Einnig tekur Náttúrustofan þátt í verkefnum sem snúa að náttúruvernd, umhverfismálum og fræðslu til almennings. Náttúrustofan á í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda fagaðila.
Rannsóknir og vöktun
Umhverfismál og þjónustuverkefni
Ritaskrá Náttúrustofu Vesturlands









