Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag

Stjórn Náttúrustofu Vesturlands

Helstu hlutverk stjórnar Náttúrustofu Vesturlands eru að hafa eftirlit með fjárhag og starfsemi stofunnar og styðja við starfsemina. Stykkishólmsbær er eina sveitarfélagið sem kemur með beinum hætti að rekstri Náttúrustofunnar og skipar því alla þrjá stjórnarmenn.

Stjórn Náttúrustofu Vesturlands var þannig skipuð að loknum sveitarstjórnarkosningum árið 2022:
Halldór Árnason (formaður), Steinunn I. Magnúsdóttir og Hjalti Viðarsson. Til vara Ásgeir Gunnar Jónsson, Kári Geirsson og Erla Friðriksdóttir – öll tilnefnd af Stykkishólmsbæ.

Fyrri stjórnir Náttúrustofu Vesturlands voru þannig skipaðar:
2018-2022: Gunnlaugur Smárason (formaður), Hjalti Viðarsson og Ragnar M. Ragnarsson – allir tilnefndir af Stykkishólmsbæ.
2014-2018: Sturla Böðvarsson (formaður), Hafdís Bjarnadóttir og Lárus Á. Hannesson – öll tilnefnd af Stykkishólmsbæ.
2010-2014: Lárus Á. Hannesson (formaður), Gretar D. Pálsson og Hilmar Hallvarðsson – allir tilnefndir af Stykkishólmsbæ.
2006-2010: Gretar D. Pálsson (formaður), Hilmar Hallvarðsson og Katrín Pálsdóttir – öll tilnefnd af Stykkishólmsbæ.
2002-2006: Rúnar Gíslason (formaður) og Hilmar Hallvarðsson, báðir tilnefndir af Stykkishólmsbæ, og Ríkharð Brynjólfsson, sem tilnefndur var af Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi.
1999-2002: Ragna Ívarsdóttir (formaður skipuð af umhverfisráðherra), Rúnar Gíslason (tilnefndur af Stykkishólmsbæ) og Ríkharð Brynjólfsson (tilnefndur af Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi).
1998-1999: Aðalsteinn Þorsteinsson (formaður skipaður af umhverfisráðherra), Rúnar Gíslason (tilnefndur af Stykkishólmsbæ) og Ríkharð Brynjólfsson (tilnefndur af Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi).