Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag

Lög og reglugerð

Náttúrustofa Vesturlands starfar samkvæmt lögum nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur. Í 11. grein laganna kemur fram að helstu hlutverk náttúrustofa séu að:
 • Safna gögnum, varðveita heimildir um náttúrufar og stunda vísindalegar náttúrurannsóknir, einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar.
 • Stuðla að æskilegri landnýtingu og náttúruvernd og veita fræðslu um umhverfismál og náttúrufræði og aðstoða við gerð náttúrusýninga.
 • Veita náttúruverndarnefndum á starfssvæði stofunnar upplýsingar og ráðgjöf á verksviði stofunnar samkvæmt ákvörðun stjórnar náttúrustofu hverju sinn.
 • Veita ráðgjöf, sinna rannsóknum og sjá um vöktun gegn greiðslu á verksviði stofunnar að beiðni sveitarfélaga, ríkis eða stofnana þeirra, einstaklinga, fyrirtækja eða annarra aðila.
 • Annast almennt eftirlit með náttúru landsins, sbr. 7. gr. náttúruverndarlaga, nr. 44/1999, einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar; Umhverfisstofnun skal gera samning um slíkt eftirlit við náttúrustofur sem staðfestur er af ráðherra.

Náttúrustofu er heimilt að gerast aðili að sýningarsafni, en fjárhagur slíks safns og stofunnar skal vera aðskilinn.

 

Í reglugerð nr. 512/1997 um skipulag og starfsemi Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi er nánarvkveðið á um hlutverk hennar, sem eru að:
 • Stunda vísindalegar rannsóknir á náttúru Vesturlands.
 • Safna gögnum og varðveita heimildir um náttúrufar og stuðla að almennum náttúrurannsóknum og skal einkum lögð áhersla á Vesturland og sérstöðu náttúrufars á þeim slóðum.
 • Stuðla að æskilegri landnýtingu, náttúruvernd og fræðslu um umhverfismál bæði fyrir almenning og í skólum á Vesturlandi.
 • Veita fræðslu um náttúrufræði og aðstoða við gerð náttúrusýninga á Vesturlandi.
 • Veita sveitarfélögum á Vesturlandi umbeðna aðstoð og ráðgjöf á verksviði stofunnar m.a. vegna verndar og nýtingar náttúrulegra auðlinda, skipulagsmála og mats á umhverfisáhrifum framkvæmda enda komi greiðsla fyrir.
 • Vinna markvisst með rannsóknum að því að auka þekkingu á náttúru Breiðafjarðar í samvinnu við Breiðarfjarðarnefnd, Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík, sbr. lög nr. 54/1995, um verndun Breiðafjarðar.