Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag
Samsett mynd af villtu dýralífi Snæfellsness

Háhyrningar fara á milli Íslands og Noregs

Út er komin vísindagrein í tímaritinu Marine Mammal Science, sem er afrakstur háhyrningarannsókna við Snæfellsnes. Hún segir frá því að háhyrningar sem sést hafa nokkrum sinnum við Snæfellsnes sáust við Noreg og svo aftur við Ísland. Þetta er í fyrsta sinn sem staðfest hefur verið að villtir háhyrningar ferðist þessa leið fram og til baka en háhyrningurinn Keikó, sem þá var að mestu undir mannahöndum, synti frá Vestmannaeyjum til Noregs á meðan á aðlögun hans stóð eftir áralanga dvöl við slæmar aðstæður í sædýragörðum í Bandaríkjunum.

Starfsfólk Náttúrustofunnar, Orca Guardians Iceland og samstarfsaðila skrifaði greinina í sameiningu en vinnan (eins og aðrar háhyrningarannsóknir við Snæfellsnes) var leidd af Marie-Thérèse Mrusczok.

Þrjár nýjar greinar á íslensku

Starfsfólk Náttúrustofunnar skrifaði þrjár greinar sem birtust í nýjasta hefti Fugla, félagsriti Fuglaverndar, sem kom út í sumar. Tímaritið Fuglar er eina útgáfan á Íslandi sem helguð er sérstaklega fuglum og …

Auglýst eftir líffræðingi til náttúrurannsókna

Náttúrustofa Vesturlands (www.nsv.is) auglýsir eftir líffræðingi til að rannsaka lífríki Vesturlands. Starfið felur einkum í sér rannsóknir á fuglum og spendýrum á vettvangi og á …

Aðkoma almennings að sjófuglarannsóknum

Komutíma ritu (Rissa tridactyla) í vörp við upphaf varptíma seinkaði um 2,6 daga að meðaltali og brottför að varpi loknu um 1,2 daga fyrir hverja breiddargráðu sem farið var í norðurátt eftir N-Atlantshafi.

Náttúrustofa Vesturlands

Helstu verkefni

Náttúrustofa Vesturlands stundar vísindalegar rannsóknir á náttúrunni með áherslu á framandi og ágengar tegundir og vistfræði fugla og spendýra. Einnig tekur Náttúrustofan þátt í verkefnum sem snúa að náttúruvernd, umhverfismálum og fræðslu til almennings. Náttúrustofan á í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda fagaðila.

Rannsóknir og vöktun

Umhverfismál og þjónustuverkefni

Ritaskrá Náttúrustofu Vesturlands

Lógó Náttúrustofu Suðvesturlands
Lógó Náttúrustofu Suðurlands
Lógó Náttúrustofu Suðausturlands
Lógó Náttúrustofu Austurlands
Lógó Náttúrustofu Norðausturlands
Lógó Náttúrustofu Norðvesturlands
Lógó Náttúrustofu Vestfjarða
lógó náttúrufræðistofnunar Íslands

Ljósmyndir: Starfsfólk Náttúrustofunnar nema haförn, vaðfuglar á flugi, refur, selir, þúfutittlingar í lúpínubreiðu, háhyrningur og minkur á ís (©Daníel Bergmann).