Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag
Samsett mynd af villtu dýralífi Snæfellsness

Þrjár nýjar greinar á íslensku

Starfsfólk Náttúrustofunnar skrifaði þrjár greinar sem birtust í nýjasta hefti Fugla, félagsriti Fuglaverndar, sem kom út í sumar. Tímaritið Fuglar er eina útgáfan á Íslandi sem helguð er sérstaklega fuglum og fuglarannsóknum. Tímaritið er sérlega glæsilegt að þessu sinni, troðfullt af fróðlegu efni og fallegum ljósmyndum. Félagar í Fuglavernd fengu tímaritið sent
heim.

Greinar starfsfólks Náttúrustofunnar má skoða á hlekkjum hér fyrir neðan en þær fjalla um kríurannsóknir á Snæfellsnesi, mikilvægi leira fyrir líffræðilega fjölbreytni og kolefnisbindingu, og um flækjur og mögulegar lausnir þegar kemur að árekstrum nytja og náttúruverndar varðandi beit fugla á ræktarlandi.

Auglýst eftir líffræðingi til náttúrurannsókna

Náttúrustofa Vesturlands (www.nsv.is) auglýsir eftir líffræðingi til að rannsaka lífríki Vesturlands. Starfið felur einkum í sér rannsóknir á fuglum og spendýrum á vettvangi og á …

Aðkoma almennings að sjófuglarannsóknum

Komutíma ritu (Rissa tridactyla) í vörp við upphaf varptíma seinkaði um 2,6 daga að meðaltali og brottför að varpi loknu um 1,2 daga fyrir hverja breiddargráðu sem farið var í norðurátt eftir N-Atlantshafi.

Náttúrustofan á Líffræðiráðstefnunni 2023

Náttúrustofa Vesturlands átti 8 framlög á nýliðinni Líffræðiráðstefnu, sem haldin var í Öskju og Íslenskri erfðagreiningu dagana 12.-14. október. Ráðstefnan er stærsta samkoma líffræðinga…

Náttúrustofa Vesturlands

Helstu verkefni

Náttúrustofa Vesturlands stundar vísindalegar rannsóknir á náttúrunni með áherslu á framandi og ágengar tegundir og vistfræði fugla og spendýra. Einnig tekur Náttúrustofan þátt í verkefnum sem snúa að náttúruvernd, umhverfismálum og fræðslu til almennings. Náttúrustofan á í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda fagaðila.

Rannsóknir og vöktun

Umhverfismál og þjónustuverkefni

Ritaskrá Náttúrustofu Vesturlands

Lógó Náttúrustofu Suðvesturlands
Lógó Náttúrustofu Suðurlands
Lógó Náttúrustofu Suðausturlands
Lógó Náttúrustofu Austurlands
Lógó Náttúrustofu Norðausturlands
Lógó Náttúrustofu Norðvesturlands
Lógó Náttúrustofu Vestfjarða
lógó náttúrufræðistofnunar Íslands

Ljósmyndir: Starfsfólk Náttúrustofunnar nema haförn, vaðfuglar á flugi, refur, selir, þúfutittlingar í lúpínubreiðu, háhyrningur og minkur á ís (©Daníel Bergmann).