
Líffræðingur ráðinn
til starfa
Fimmtán umsóknir bárust um starf líffræðings til rannsókna á náttúru Vesturlands og voru margir umsækjendur vel hæfir.
Gengið hefur verið frá ráðningu Hafrúnar Gunnarsdóttur í starfið. Hún er líffræðingur með B.S. og M.S. gráðu frá Háskóla Íslands og hefur störf þann 1. júní nk.
Hafrún mun taka virkan þátt í vettvangsvinnu sumarsins vegna athugana á fuglum og spendýrum. Samhliða og í framhaldinu sinnir hún umsjón gagna og vinnu á rannsóknastofum ásamt öðrum verkefnum Náttúrustofunnar.
Við bjóðum Hafrúnu velkomna í starfslið Náttúrustofunnar!
Auglýst eftir líffræðingi til náttúrurannsókna
Náttúrustofa Vesturlands (www.nsv.is) auglýsir eftir líffræðingi til að rannsaka lífríki Vesturlands. Starfið felur einkum í sér rannsóknir á fuglum og spendýrum á vettvangi og á …
Kennsl borin á tæplega þúsund háhyrninga við Snæfellsnes
Borin hafa verið kennsl á tæplega eitt þúsund mismunandi háhyrninga sem ljósmyndaðir voru við Snæfellsnes.
Nýr starfsmaður til liðs við náttúrustofuna
Í desember var gengið frá ráðningu Jakobs Johanns Stakowski í starf verkefnisstjóra verndar Breiðafjarðar. Starfið er til eins árs með möguleika á framlengingu.
Náttúrustofa Vesturlands
Helstu verkefni
Náttúrustofa Vesturlands stundar vísindalegar rannsóknir á náttúrunni með áherslu á framandi og ágengar tegundir og vistfræði fugla og spendýra. Einnig tekur Náttúrustofan þátt í verkefnum sem snúa að náttúruvernd, umhverfismálum og fræðslu til almennings. Náttúrustofan á í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda fagaðila.
Rannsóknir og vöktun
Umhverfismál og þjónustuverkefni
Ritaskrá Náttúrustofu Vesturlands