Þrjár nýjar greinar á íslensku
Starfsfólk Náttúrustofunnar skrifaði þrjár greinar sem birtust í nýjasta hefti Fugla, félagsriti Fuglaverndar, sem kom út í sumar. Tímaritið Fuglar er eina útgáfan á Íslandi sem helguð er sérstaklega fuglum og fuglarannsóknum. Tímaritið er sérlega glæsilegt að þessu sinni, troðfullt af fróðlegu efni og fallegum ljósmyndum. Félagar í Fuglavernd fengu tímaritið sent
heim.
Greinar starfsfólks Náttúrustofunnar má skoða á hlekkjum hér fyrir neðan en þær fjalla um kríurannsóknir á Snæfellsnesi, mikilvægi leira fyrir líffræðilega fjölbreytni og kolefnisbindingu, og um flækjur og mögulegar lausnir þegar kemur að árekstrum nytja og náttúruverndar varðandi beit fugla á ræktarlandi.
Auglýst eftir líffræðingi til náttúrurannsókna
Náttúrustofa Vesturlands (www.nsv.is) auglýsir eftir líffræðingi til að rannsaka lífríki Vesturlands. Starfið felur einkum í sér rannsóknir á fuglum og spendýrum á vettvangi og á …
Aðkoma almennings að sjófuglarannsóknum
Komutíma ritu (Rissa tridactyla) í vörp við upphaf varptíma seinkaði um 2,6 daga að meðaltali og brottför að varpi loknu um 1,2 daga fyrir hverja breiddargráðu sem farið var í norðurátt eftir N-Atlantshafi.
Náttúrustofan á Líffræðiráðstefnunni 2023
Náttúrustofa Vesturlands átti 8 framlög á nýliðinni Líffræðiráðstefnu, sem haldin var í Öskju og Íslenskri erfðagreiningu dagana 12.-14. október. Ráðstefnan er stærsta samkoma líffræðinga…
Náttúrustofa Vesturlands
Helstu verkefni
Náttúrustofa Vesturlands stundar vísindalegar rannsóknir á náttúrunni með áherslu á framandi og ágengar tegundir og vistfræði fugla og spendýra. Einnig tekur Náttúrustofan þátt í verkefnum sem snúa að náttúruvernd, umhverfismálum og fræðslu til almennings. Náttúrustofan á í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda fagaðila.
Rannsóknir og vöktun
Umhverfismál og þjónustuverkefni
Ritaskrá Náttúrustofu Vesturlands