
Ný grein – Kvenháhyrningur annast grindhvalskálf
Glæný vísindagrein Náttúrustofu Vesturlands og samstarfsaðila lýsir því að háhyrningur hafi sést annast kálf annarrar tegundar, en því hefur aldrei áður verið lýst í vísindariti. Kvenháhyrningurinn sem um ræðir nefnist „Sædís“ (einkennisnúmer SN0540) og sást í nánu samneyti við nýfæddan grindhvalskálf við Snæfellsnes í ágúst 2021. Engir aðrir grindhvalir voru í nágrenninu á þeim tíma.
Sædís hefur margsinnis sést við Snæfellsnes en aldrei með sinn eigin kálf, þannig að talið er mögulegt að hún hafi þarna gert tilraun til að ættleiða grindhvalskálf. Háhyrningar og grindhvalir eru taldir hafa svipað félagskerfi og tengsl móður og afkvæmis, sem gerir umönnun af þessu tagi mögulega.
Ný grein - Íslenska arnarstofninum stafar ógn af skyldleikaæxlun
Íslenski arnarstofninn einkennist af skyldleikaæxlun og er erfðafræðilega einsleitur. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í glænýrri vísindagrein …
Hvaða fiðrildi eru á ferli svona seint að hausti?
Margir hafa eflaust tekið eftir talsverðum fjölda fiðrilda flögrandi um eða sitjandi á húsveggjum síðustu daga og vikur. Hvaða fiðrildi eru á ferli þegar svo langt er liðið á haustið?
Ný vísindagrein
Ný vísindagrein, sem fjallar um fjárhagslegan kostnað af og stjórnun framandi ágengra tegunda á Norðurlöndum (The economic costs, management and regulation of biological invasions in the Nordic countries), er komin út.
Náttúrustofa Vesturlands
Helstu verkefni
Náttúrustofa Vesturlands stundar vísindalegar rannsóknir á náttúrunni með áherslu á framandi og ágengar tegundir og vistfræði fugla og spendýra. Einnig tekur Náttúrustofan þátt í verkefnum sem snúa að náttúruvernd, umhverfismálum og fræðslu til almennings. Náttúrustofan á í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda fagaðila.
Rannsóknir og vöktun
Umhverfismál og þjónustuverkefni
Ritaskrá Náttúrustofu Vesturlands