Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag
Samsett mynd af villtu dýralífi Snæfellsness

Ættartengsl íslenskra háhyrninga birt í fyrsta sinn

Nú birtist í fyrsta sinn skýrsla sem inniheldur skrá yfir fjölskyldutengsl háhyrninga í kvenlegg við strendur Íslands. Þar er fjallað um háhyrninga sem sáust við Snæfellsnes í 737 tilvikum á árunum 2014-2023.

Félagskerfi háhyrninga byggir á fjölskylduhópum sem leiddir eru af eldri kvendýrum. Afkvæmi fylgja yfirleitt móður sinni alla ævi. Vegna þessa byggist ættartré hvers hóps í kringum eldri kvendýrin og afkvæmi þeirra. Í skýrslunni má finna ættartré sem ná nú þegar yfir allt að þrjá ættliði. Þar sem upplýsingar liggja fyrir er tilgreind tímasetning fæðingar og dauða, kyn o.fl. fyrir einstaklinga í samtals 38 fjölskyldum.

Ný grein - Kvenháhyrningur annast grindhvalskálf

Glæný vísindagrein Náttúrustofu Vesturlands og samstarfsaðila lýsir því að háhyrningur hafi sést annast kálf annarrar tegundar, en því hefur aldrei áður verið lýst í vísindariti.

Ný grein - Íslenska arnarstofninum stafar ógn af skyldleikaæxlun

Íslenski arnarstofninn einkennist af skyldleikaæxlun og er erfðafræðilega einsleitur. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í glænýrri vísindagrein …

Hvaða fiðrildi eru á ferli svona seint að hausti?

Margir hafa eflaust tekið eftir talsverðum fjölda fiðrilda flögrandi um eða sitjandi á húsveggjum síðustu daga og vikur. Hvaða fiðrildi eru á ferli þegar svo langt er liðið á haustið?

Náttúrustofa Vesturlands

Helstu verkefni

Náttúrustofa Vesturlands stundar vísindalegar rannsóknir á náttúrunni með áherslu á framandi og ágengar tegundir og vistfræði fugla og spendýra. Einnig tekur Náttúrustofan þátt í verkefnum sem snúa að náttúruvernd, umhverfismálum og fræðslu til almennings. Náttúrustofan á í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda fagaðila.

Rannsóknir og vöktun

Umhverfismál og þjónustuverkefni

Ritaskrá Náttúrustofu Vesturlands

Lógó Náttúrustofu Suðvesturlands
Lógó Náttúrustofu Suðurlands
Lógó Náttúrustofu Suðausturlands
Lógó Náttúrustofu Austurlands
Lógó Náttúrustofu Norðausturlands
Lógó Náttúrustofu Norðvesturlands
Lógó Náttúrustofu Vestfjarða
lógó náttúrufræðistofnunar Íslands

Ljósmyndir: Starfsfólk Náttúrustofunnar nema haförn, vaðfuglar á flugi, refur, selir, þúfutittlingar í lúpínubreiðu, háhyrningur og minkur á ís (©Daníel Bergmann).