Ágengum tegundum fjölgar og áhrif þeirra aukast
Út er komin ný grein um stöðu og stjórnun framandi og ágengra lífvera í Evrópu, sem birtist í vísindatímaritinu Global Change Biology. Tveir starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands tóku þátt í rannsókninni og greinarskrifum.
Framandi lífverur eru þær sem maðurinn hefur flutt með beinum eða óbeinum hætti inn á svæði þar sem þær koma ekki náttúrulega fyrir. Hluti þeirra nær fótfestu í nýjum heimkynnum og getur orðið ágengur. Rannsóknin byggir á niðurstöðum ítarlegs spurningalista sem var lagður fyrir þau sem koma að stjórnun og rannsóknum á framandi og ágengum tegundum í 41 Evrópulandi. Þetta eru m.a. þau sem vinna beint í fjölbreyttum aðgerðum gegn framandi tegundum, þ.e.a.s. slætti plantna, dýraveiðum, aðgerðum sem styrkja varnarmátt innlendra tegunda, o.s.frv. Svör fengust frá um tvö þúsund einstaklingum.
Háhyrningar fara á milli Íslands og Noregs
Út er komin vísindagrein í tímaritinu Marine Mammal Science, sem er afrakstur háhyrningarannsókna við Snæfellsnes. Hún segir frá því að háhyrningar sem sést hafa …
Þrjár nýjar greinar á íslensku
Starfsfólk Náttúrustofunnar skrifaði þrjár greinar sem birtust í nýjasta hefti Fugla, félagsriti Fuglaverndar, sem kom út í sumar. Tímaritið Fuglar er eina útgáfan á Íslandi sem helguð er sérstaklega fuglum og …
Auglýst eftir líffræðingi til náttúrurannsókna
Náttúrustofa Vesturlands (www.nsv.is) auglýsir eftir líffræðingi til að rannsaka lífríki Vesturlands. Starfið felur einkum í sér rannsóknir á fuglum og spendýrum á vettvangi og á …
Náttúrustofa Vesturlands
Helstu verkefni
Náttúrustofa Vesturlands stundar vísindalegar rannsóknir á náttúrunni með áherslu á framandi og ágengar tegundir og vistfræði fugla og spendýra. Einnig tekur Náttúrustofan þátt í verkefnum sem snúa að náttúruvernd, umhverfismálum og fræðslu til almennings. Náttúrustofan á í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda fagaðila.
Rannsóknir og vöktun
Umhverfismál og þjónustuverkefni
Ritaskrá Náttúrustofu Vesturlands