Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag
Samsett mynd af villtu dýralífi Snæfellsness

Ágengum tegundum fjölgar og áhrif þeirra aukast

Út er komin ný grein um stöðu og stjórnun framandi og ágengra lífvera í Evrópu, sem birtist í vísindatímaritinu Global Change Biology. Tveir starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands tóku þátt í rannsókninni og greinarskrifum.

Framandi lífverur eru þær sem maðurinn hefur flutt með beinum eða óbeinum hætti inn á svæði þar sem þær koma ekki náttúrulega fyrir. Hluti þeirra nær fótfestu í nýjum heimkynnum og getur orðið ágengur. Rannsóknin byggir á niðurstöðum ítarlegs spurningalista sem var lagður fyrir þau sem koma að stjórnun og rannsóknum á framandi og ágengum tegundum í 41 Evrópulandi. Þetta eru m.a. þau sem vinna beint í fjölbreyttum aðgerðum gegn framandi tegundum, þ.e.a.s. slætti plantna, dýraveiðum, aðgerðum sem styrkja varnarmátt innlendra tegunda, o.s.frv. Svör fengust frá um tvö þúsund einstaklingum.

Háhyrningar fara á milli Íslands og Noregs

Út er komin vísindagrein í tímaritinu Marine Mammal Science, sem er afrakstur háhyrningarannsókna við Snæfellsnes. Hún segir frá því að háhyrningar sem sést hafa …

Þrjár nýjar greinar á íslensku

Starfsfólk Náttúrustofunnar skrifaði þrjár greinar sem birtust í nýjasta hefti Fugla, félagsriti Fuglaverndar, sem kom út í sumar. Tímaritið Fuglar er eina útgáfan á Íslandi sem helguð er sérstaklega fuglum og …

Auglýst eftir líffræðingi til náttúrurannsókna

Náttúrustofa Vesturlands (www.nsv.is) auglýsir eftir líffræðingi til að rannsaka lífríki Vesturlands. Starfið felur einkum í sér rannsóknir á fuglum og spendýrum á vettvangi og á …

Náttúrustofa Vesturlands

Helstu verkefni

Náttúrustofa Vesturlands stundar vísindalegar rannsóknir á náttúrunni með áherslu á framandi og ágengar tegundir og vistfræði fugla og spendýra. Einnig tekur Náttúrustofan þátt í verkefnum sem snúa að náttúruvernd, umhverfismálum og fræðslu til almennings. Náttúrustofan á í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda fagaðila.

Rannsóknir og vöktun

Umhverfismál og þjónustuverkefni

Ritaskrá Náttúrustofu Vesturlands

Lógó Náttúrustofu Suðvesturlands
Lógó Náttúrustofu Suðurlands
Lógó Náttúrustofu Suðausturlands
Lógó Náttúrustofu Austurlands
Lógó Náttúrustofu Norðausturlands
Lógó Náttúrustofu Norðvesturlands
Lógó Náttúrustofu Vestfjarða
lógó náttúrufræðistofnunar Íslands

Ljósmyndir: Starfsfólk Náttúrustofunnar nema haförn, vaðfuglar á flugi, refur, selir, þúfutittlingar í lúpínubreiðu, háhyrningur og minkur á ís (©Daníel Bergmann).