iðvikudaginn 26. janúar kl 20 fjalla Erpur Snær Hansen, líffræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands, og Árni Ásgeirsson, Hólmari og líffræðinemi við Háskóla Íslands, um lundarannsóknir sínar.
Fyrirlestur Erps nefnist ,,Aldurssamsetning, veiði, viðkoma og stofnstærð lunda“, og fyrirlestur Árna ,,Varpvistfræði lunda og endurheimt gamalla lundavarpa með tálfuglum í eyjum á suðursvæði Breiðafjarðar“.
Fyrirlestrarnir eru á vegum Náttúrustofu Vesturlands og Háskólaseturs Snæfellsness og verða haldnir á ráðhúsloftinu í Stykkishólmi . Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!