Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag

Föstudaginn 5. apríl skrifuðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Róbert A. Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, undir samning um rannsóknir og vöktun Náttúrustofu Vesturlands á minkum. Markmið samningsins er að afla og vinna úr vísindalegum gögnum um mink í náttúru landsins, sem m.a. má nýta til að styðja við bætt skipulag og framkvæmd minkaveiða.
Minkur er framandi og ágeng tegund á Íslandi og hefur valdið skaða á lífríki landsins. Mikilvægt er að halda tjóni af hans völdum í lágmarki, sem best verður gert í góðri samvinnu veiðimanna, rannsóknaraðila og stjórnvalda.