Fimmtán umsóknir bárust um starf líffræðings til rannsókna á náttúru Vesturlands og voru margir umsækjendur vel hæfir.
Gengið hefur verið frá ráðningu Hafrúnar Gunnarsdóttur í starfið. Hún er líffræðingur með B.S. og M.S. gráðu frá Háskóla Íslands og hefur störf þann 1. júní nk.
Hafrún mun taka virkan þátt í vettvangsvinnu sumarsins vegna athugana á fuglum og spendýrum. Samhliða og í framhaldinu sinnir hún umsjón gagna og vinnu á rannsóknastofum ásamt öðrum verkefnum Náttúrustofunnar.
Við bjóðum Hafrúnu velkomna í starfslið Náttúrustofunnar!