Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag

Ný grein – Kærir óvinir meðal spendýra

Einstök gögn Náttúrustofu Vesturlands um minka, sem hér eru tvinnuð saman við heimildarannsókn, sýna að getan til að greina þekkta nágranna frá óþekktum flökkudýrum er útbreidd meðal óðalsbundinna spendýra og tengist ekki því hvort tegundir séu félagslyndar....

Ágengum tegundum fjölgar og áhrif þeirra aukast

Út er komin ný grein um stöðu og stjórnun framandi og ágengra lífvera í Evrópu, sem birtist í vísindatímaritinu Global Change Biology. Tveir starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands tóku þátt í rannsókninni og greinarskrifum. Framandi lífverur eru þær sem maðurinn hefur...

Háhyrningar fara á milli Íslands og Noregs

Út er komin vísindagrein í tímaritinu Marine Mammal Science, sem er afrakstur háhyrningarannsókna við Snæfellsnes. Hún segir frá því að háhyrningar sem sést hafa nokkrum sinnum við Snæfellsnes sáust við Noreg og svo aftur við Ísland. Þetta er í fyrsta sinn sem...

Þrjár nýjar greinar á íslensku

Starfsfólk Náttúrustofunnar skrifaði þrjár greinar sem birtust í nýjasta hefti Fugla, félagsriti Fuglaverndar, sem kom út í sumar. Tímaritið Fuglar er eina útgáfan á Íslandi sem helguð er sérstaklega fuglum og fuglarannsóknum. Tímaritið er sérlega glæsilegt að þessu...

Auglýst eftir líffræðingi til náttúrurannsókna

Náttúrustofa Vesturlands (www.nsv.is) auglýsir eftir líffræðingi til að rannsaka lífríki Vesturlands. Starfið felur einkum í sér rannsóknir á fuglum og spendýrum á vettvangi og á rannsóknastofu, ásamt úrvinnslu gagna og skýrslu- og greinaskrifum á skrifstofu. Um er að...