Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag

Bjarnarkló hefur á síðustu dögum fengið talsverða umfjöllun hjá Ríkisútvarpinu, þar á meðal í Landanum, fréttum og á heimasíðu,
en bjarnarkló er einmitt ein þeirra fjögurra plöntutegunda sem samvinnuverkefni Stykkishólmsbæjar og Náttúrustofu Vesturlands beinist að.

Umfjöllun RÚV hófst með vandaðri samantekt Sigríðar Halldórsdóttur,
þar sem hún fór yfir eiginleika bjarnarklóar og þá slysahættu sem hún skapar. Var þar m.a. rætt við íbúa í Stykkishólmi sem hlaut brunasár eftir viðureign við bjarnarkló. Degi síðar birtist viðvörun við bjarnarkló á heimasíðu Landans og Morgunútvarp Rásar 2 fjallaði um sama efni, þar sem rætt var við starfsmann Náttúrustofu Vesturlands, Menju von Schmalensee.

Hér að neðan eru hlekkir á umfjöllun RÚV um bjarnarkló á síðustu dögum.

Kvöldfréttir RÚV 21. ágúst 2011

Landinn 21. ágúst 2011

Morgunútvarp Rásar 2 22. ágúst 2011


Heimasíða RÚV 22. ágúst 2011


Tíufréttir RÚV 25. ágúst 2011
 (frétt hefst eftir þrjár og hálfa mínútu)

Aðgerðir í Stykkishólmi
Í Stykkishólmi hófust aðgerðir gegn bjarnarkló sumarið 2010. Felast þær í því að bjarnarklóin er fjarlægð þar sem hún vex utan garða og það sama er gert í görðum þar sem samþykki garðeigenda fæst. Bjarnarklóin hefur nú fundist á 10 stöðum í bæjarlandinu og verið fjarlægð af 8 þeirra. Á einum þessara staða hefur hún komið upp aftur og verður fjarlægð þaðan vorið 2012.