Í gær fékk Náttúrustofan heimsókn um 50 Erasmus-nema frá fimm löndum, sem þátt tóku í verkefninu Líffjölbreytileiki í fortíð, nútíð og framtíð. Krakkarnir komu úr Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og frá Rúmeníu, Ítalíu, Spáni og Frakklandi.
Náttúrustofan hefur stýrt tilraun til að mæla áhrif aðgerða gegn alaskalúpínu á gróðurfar og fengu krakkarnir leiðsögn um tilraunarsvæðið í Stykkishólmi en eins og margar ágengar tegundir hefur lúpínan áhrif á líffræðilega fjölbreytni.

Recent Comments