Þann 1. september hóf Guðrún Magnea Magnúsdóttir störf á Náttúrustofu Vesturlands sem verkefnisstjóri EarthCheck umhverfisvottunarverkefnis sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. Guðrún hefur BA próf í mannfræði og MA próf í þróunarfræðum og alþjóðasamskiptum. Starf hennar felur m.a. í sér umsjón með framkvæmd vottunarverkefnisins, að veita fræðslu og ráðgjöf um umhverfismál og eiga í samskiptum við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Hennar aðalmarkmið verður að stuðla að úrbótum á vottunarkerfinu og vinna að framförum í umhverfismálum sveitarfélaganna. Í hana má ná í s. 433-8123 eða gudrun@nsv.is. Finna má nánari upplýsingar um vottunarverkefnið á www.nesvottun.is
Recent Comments