Náttúrustofa Vesturlands hefur nú lokið við að taka saman lista yfir heimildir sem fjalla um náttúrufar í Hvalfjarðarsveit, að beiðni sveitarfélagsins. Auk þess að gera slíkan lista voru teknar saman í möppur þær heimildir sem voru aðgengilegar, ef frá eru taldar bækur og önnur rit lengri en 50 bls.
Listi af þessu tagi verður seint tæmandi, enda eru margar af þessum heimildum því miður alldjúpt grafnar og flestum gleymdar þótt það segi ekki endilega til um gæði þeirra. Aðrar eru aðgengilegar t.d. á netinu. Sífellt bætist við listann en vonast er til að hann endurspegli engu að síður vel úrval ritaðra heimilda um náttúrufar Hvalfjarðarsveitar fram til ársins 2010. Samtals eru á listanum 322 heimildir. Á Náttúrustofunni (nsv@nsv.is) er tekið við ábendingum um heimildir sem ekki eru á listanum.