Í dag eru tíu ár liðin síðan Siv Friðleifsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, vígði Náttúrustofu Vesturlands með formlegum hætti. Við opnunina tóku ýmsir til máls og var andrúmsloftið hlaðið jákvæðni og bjartsýni sem fylgt hefur starfseminni síðan.
Á þessum fyrsta áratug hefur starfsfólk Náttúrustofunnar unnið að fjölbreyttum náttúrutengdum verkefnum með rannsóknum, fræðslu og ráðgjöf. Að baki eru um 38 ársverk eða tæplega fjögur stöðugildi að jafnaði. Samstarf við kollega, sveitarfélög, stofnanir og stjórnvöld hefur verið farsælt og stuðlað að aukinni þekkingu og vonandi betra samfélagi.
Í september verður 10 ára afmælinu fagnað með pompi og prakt, þar sem boðið verður upp á opið hús og dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Afmælishátíðin verður auglýst þegar nær dregur.
Starfsfólk þakkar samfylgdina og stuðninginn þennan fyrsta áratug!